

Myndlistarbókaveggur
Fyrir skömmu sendu myndlistarkennarar í FSu fyrirspurn til bæjarráðs Árborgar um það hvort leyfi fengist til að nemendur í FSu ynnu veggskreytingu á vegg við íþróttavöllinn sem snýr að bílaplani milli Iðu og Odda. Bæjarráð Árborgar tók jákvætt í hugmyndina og veitti heimildina. Í bókun bæjarráðs kemur fram að bæjarráð óski eftir að skreytingin tengist með einum eða öðrum hætti verkefninu Bókabæirnir austanfjalls. Að sögn Elísabetar H. Harðardóttur, myndlistarkennara í FSu, ve