

Hvað þurfum við til að gera draum að veruleika?
Bókabæirnir austanfjalls eru sameiginlegur draumur margra. Verkefnið mun styrkja menningartengda ferðaþjónustu héraðsins og bæta ímynd þess innanlands sem utan. Ef íbúar bókabæjanna taka þátt og sveitarfélögin og fyrirtækin á svæðinu sýna verkefninu áhuga og stuðning þá mun það vaxa og dafna og skapa okkur sérstöðu í ferðaþjónustu.


Stofnfundur bókabæjanna austanfjalls
Stofnfundur Bókabæjanna austanfjalls var haldin laugardaginn 27. september kl. 14.00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Ávörp fluttu herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Richard Booth konunglegur stofnandi Hay-on-Wye bókabæjar í Wales, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjori. #Bók


Tónlistarkennarar í kaffi
Bókasafn Árborgar á Selfossi bauð í dag tónlistarskólakennurum, sem eru í verkfall hjá Tónlistarskóla Árnesinga í bókasafnið til að fá sér jólaöl, kaffi og jólasmákökur, auk þess sem Bjarni Harðarson, bóksali og Þórður Helgason, dósent við Háskóla Íslands lásu upp úr bókum sínum.Þá skoðuðu kennararnir sýningu í Listagjánni í bókasafninu þar sem Guðlaugur Arason sýnir álfabækur.Tuttugu og sex kennarar eru í verkfalli við skólann en nemendur hans eru á milli fimm og sex hundruð