

Bókakvöld á Bókakaffi
Guðbergur Bergsson og Guðrún Eva Mínervudóttir eru meðal þeirra sem fram koma í Bókakaffinu á Selfossi nú síðasta fimmtudagskvöldið fyrir jól. Fólk er hvatt til að mæta um átta og tryggja sér sæti en lestur hefst um hálf níu. Kakókannan gengur á milli og eftir að lestri er lokið blanda rithöfundar geði við gesti og árita bækur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Lesarar 18. desember eru eftirtaldir:Bjarni Bernharður Bjarnason: TímasprengjaBjörn Rúriksson: Yfir ÍslandiGuðber


Lestrarhestur vikunnar
Lestrarhestur vikunnar er Már Ingólfur Másson. Már er grunnskólakennari á Selfossi og fastagestur á bókasafninu á Selfossi og hefur verið frá barnæsku. Hann er líka hönnuður vefsíðunnar okkar og áhugamaður um bókabæi. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér núna? Ég er venjulega með nokkrar bækur í einu opnar en eina sem ég einbeiti mér sérstaklega að. Núna er ég að lesa "Óvinafögnuð" eftir Einar Kárason. Ég datt í "Ofsa" um daginn og kolféll fyrir stílnum og sögunni, ákvað því að