

Klárar sjaldnast bækur
Hallur Karl Hinriksson listmálari er lestrarhestur vikunnar. Hann er búsettur í Árborg og hefur sýnt víða á stuttum ferli. Hann heldur úti síðu þar sem alltaf má fylgjast með og skoða nýjustu verkin hans á Facebook síðunni hans. Við gefum Halli orðið:
„Það skiptir mig talsverðu máli að hafa sæmilega bók á náttborðinu. Ég klára sjaldan bækur. Ég er ekki upptekinn af því að klára bók ef hún nær ekki að grípa mig, eða mér finnst hún leiðinleg. Ég skammast mín ekkert fyrir það.


Formæðurnar heiðraðar í Bókasafninu á Selfossi
Bókasafnið og Kvenfélagið á Selfossi bjóða í kaffi laugardaginn 25. Apríl. Hefst kaffiboðið klukkan 14:00 og eru allir velkomnir. Gengið verður „til fundar við formæður“ eins og dagskrá Kvenfélagsins heitir og munu þessar yndislegu, baráttuglöðu og öflugu konur, sem bjuggu okkur líf og ljós, verða heiðraðar. Allir eru hvattir til þess að mæta með spari- bollastellið í sparikjólunum og þær sem eiga þjóðbúning eru hvattar til að skarta honum. Það er því um að gera og mæta í frá


Bókalestur kærkomin hvíld frá amstri dagsins
Ólöf Helga Bergsdóttir er eigandi Snyrtistofu Ólafar á Selfossi og hefur rekið hana með góðum árangri síðastliðin 30 ár. Ólöf er mikill lestrarhestur og er alltaf með góða bók að lesa á náttborðinu, enda segir hún að bókalestur rói sig og veiti sér nauðsynlegt frí frá amstri dagsins. Ólöf hefur rekið Snyrtistofu Ólafar í þrjátíu ár „Aðrir horfa kannski á bíómyndir til þess að slaka á huganum, en ég les. Maður hverfur alveg inn í annan heim sem er svo yndislegt,“ Segir Ólöf, e


Ljóðabókin Fardagar eftir Ara Trausta kemur út
Í tilefni af Viku bókarinnar gefur Bókaútgáfan Sæmundur út ljóðabókina Fardaga eftir Ara Trausta Guðmundsson. Þetta er fyrsta bók útgáfunnar á þessu ári. Bókaútgáfan Sæmundur er hluti af rekstri Bókakaffisins á Selfossi. Fardagar ─ þankar um hringleið ─ er sjöunda ljóðabók Ara Trausta sem hefur einnig sent frá sér fjölda af fræðiritum og skáldsögum. Þessi nýjasta bók Ara Trausta tengist annarri bók hans sem út kemur í sumarbyrjun en í eftirmála segir höfundur: Árið 2014 samdi


Vilt þú vinna eintak af bókinni Jómfrú Ragnheiður?
Viltu eignast hið stórkostlega skáldverk Jómfrú Ragnheiður – Male domestica? Við í Bókabæjunum austanfjalls ætlum að gefa þrjú eintök af þessu einstaka og stórkostlega ritverki eftir Guðmund Kamban, en það verður endurútgefið í lok apríl. Það eina sem þú þarft að gera er að vera fylgjandi okkar á Facebook og svo væri að sjálfsögðu ekki verra að segja okkur af hverju þig langar í bókina. Um verkið: Jómfrú Ragnheiður eftir Guðmund Kamban kom út 1930 og var fylgt eftir á næstu á


Endurnýjar kynnin við Sjálfstætt fólk
Lestrarhestur vikunnar er Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Náttborðið hjá safnstjóranum er sjaldnast tómt enda alltaf eitthvað bitastætt að finna þar. Við hjá Bókabæjunum austanfjalls höfðum samband við Lýð og spurðum hann hvaða lestrarefni væri efst á baugi þessa dagana. „Undanfarnar vikur hef ég verið að lesa Fávitann eftir Fjodor Dostojevskí en hef ég nú gert smá hlé á lestri um þann merka fursta. Ætlunin er svo að taka upp þráðinn þegar öðrum lestri lýkur.


Viltu taka þátt í bókamarkaði í sumar?
Vilt þú taka þátt í spennandi verkefni með Bókabæjunum austanfjalls? Ákveðið hefur verið að halda glæsilegan bókamarkað í Hveragerði í júní. Mun markaðurinn opna föstudaginn 26. júní en þá hefst einnig fjölskylduhátíðin Blóm í bæ Nú þegar hafa fjölmörg forlög tilkynnt þátttöku sína og er því von á spennandi og skemmtilegum markaði með fjölbreyttu og áhugaverðu efni. Bókamarkaðurinn verður opinn helgina sem hátíðin Blóm í bæ stendur yfir, og svo mun hann verða opin áfram yfir


Bók um bók: Lestrarverkefni sem hefur slegið í gegn
Það er fallegur föstudagsmorgunn og ég keyri varlega eftir glerhálum, ísilögðum Suðurlandsveginum. Leið mín liggur til Hveragerðis en þar ætlaði ég að fara í mínu fyrstu heimsókn í Grunnskólann í Hveragerði. Grunnskólinn í Hveragerði skartaði sínu fegursta þennan morgun Kennararnir sem ég hef mælt mér mót við eru Kolbrún Guðmundsdóttir og Ólafur Jósefsson. Kennslan er í fullum gangi þegar ég kem en þau láta það ekki á sig fá og taka glaðlega á móti mér. Börnin eru önnum kafin