Hveragerði
Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Þar er mikil flóra fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana sem tengist þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim. Þar má stunda útivist og heilsueflingu, versla eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn.
Menning og listir
Hveragerði býður upp á margvíslega menningarstarfsemi fyrir alla aldurshópa, enda í bæjarfélaginu starfandi fjöldinn allur af félagasamtökum og stofnununum sem tengjast menningu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og njóta þess sem boðið er uppá eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi.
Listasafn Árnesinga
Menningu og listum hefur verið gert hátt undir höfði í bæjarfélaginu. Listasafn Árnesinga er við Austurmörk. Þar eru reglulega settar upp metnaðarfullar sýningar eftir fremstu listamenn þjóðarinnar auk þess sem í húsinu er notalegt kaffihús.
Bókasafnið
Í bókasafni bæjarins og á veitingastöðum bæjarins eru reglulega settar upp hinar fjölbreyttustu sýningar.