top of page

Vilt þú vinna eintak af bókinni Jómfrú Ragnheiður?

Viltu eignast hið stórkostlega skáldverk Jómfrú Ragnheiður – Male domestica?

Við í Bókabæjunum austanfjalls ætlum að gefa þrjú eintök af þessu einstaka og stórkostlega ritverki eftir Guðmund Kamban, en það verður endurútgefið í lok apríl.

Það eina sem þú þarft að gera er að vera fylgjandi okkar á Facebook og svo væri að sjálfsögðu ekki verra að segja okkur af hverju þig langar í bókina.

Um verkið:

Jómfrú Ragnheiður eftir Guðmund Kamban kom út 1930 og var fylgt eftir á næstu árum með þremur bókum sem saman mynda stórvirkið Skálholt. Hér er ein þekktasta og dramatískasta ástarsaga Íslandssögunnar dregin fram í stórkostlegu bókmenntaverki sem hlaut þegar við útkomu frábæra dóma.

Sagan hefur þrisvar verið endurprentuð en hefur nú um áratugaskeið verið ófáanleg. Sá hluti af stórvirki Kambans sem hér birtist eru fyrstu tvær bækur höfundar, Jómfrú Ragnheiður og Male domestica. Hér er sögð öll saga Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og bókin nær þannig yfir sömu atburði og sagt var frá í Óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Bókarkápu prýðir mynd Gríms Bjarnasonar af Þóru Einarsdóttur söngkonu í hlutverki Ragnheiðar í samnefndri óperu.

Kíktu á Facebook síðuna okkar og sjáðu hvort þú ert ekki örugglega fylgjandi okkar. Ef svo er þá ertu komin í pottinn! Við drögum svo út þrjá heppna mánudaginn 20. apríl.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page