top of page

Lestrarhestur vikunnar


Sesselja Jónasdóttir er lestrarhestur vikunnar hjá okkur að þessu sinni. Sesselja vinnur á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar og fer á bókasafnið oft í viku.

Á náttborði Sesselju liggja alltaf nokkar bækur og nú eru þar bækurnar Undir yfirborðinu eftir Noru Roberts, Britt-Marie var hér eftir Fredrik Bachman og Við erum aldrei alein eftir Margit Sandemo.

Nýlega las Sesselja bækurnar Biðlund eftir Noru Roberts, Náðarstund eftir Hönnuh Kent og Húsið við hafið eftir Noru Roberts og líkaði vel.

Þegar kemur að því að mæla með einhverjum bókum bendir Sesselja á Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson, Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur, Ég ljúfa vil þér syngja söngva eftir Lindu Olsson, Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman og Afleggjarann eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

Við kunnum Sesselju bestu þakkir fyrir að deila með okkur þessum upplýsingum.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page