top of page

Góðir gestir frá Upplýsingu


Föstudaginn 23. október 2015 heimsóttu 35 félagar Upplýsingar Bókabæina austanfjalls. Upplýsing er félag bókasafns- og upplýsingafræða og fara meðlimir þess árlega í visindaferð. Þetta árið ákvað vísindaferðanefndin að sækja okkur heim.

Dagskráin var eftirfarandi: 17:00 Reykjavík - Rútan lagði af stað frá Norðlingaholti til Bókabæjanna austanfjalls. 17:40 Þorlákshöfn - Árný Leifsdóttir tók á móti hópnum og sagði frá Lestrarfélagi Ölfuss.

18:30 Eyrarbakki – Elín kynnti og sýndi Konubókastofuna á Eyrarbakka.

19:10 Selfoss - Sigrún Farcher kynnti litla bókahornið í andyri Hótels Selfoss.

19:30 Selfoss -Bókakaffið á Selfossi heimsótt. Bjarni Harðarson tók á móti hópnum og sagði órfá orð. Hann sýndi fornbókabúðina sína og bókageymslurnar heima hjá sér.

20:20 Hveragerði- Hlíf Sigríður Arndal tók á móti hópnum í Bókasafni Hveragerðis og sagði frá listgreinafélaginu og skáldagötunni.

Gestirnir gæddu sér á pizzum frá Hoffmannssetrinu í Hveragerði sem pantaðar höfðu verið á bókasafnið og ekki var annað að sjá en að ferðin hefði heppnast vel.

Við þökkum Upplýsingu kærlega fyrir komuna og vonum að ferðin heim hafi gengið vel.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page