Á meðan ísinn hrannast upp í Ölfusá og snjóinn skefur í skafla, bunkast upp bókastaflar í hlýjunni. Það er sannarlega til margs að hlakka fyrir bókaunnendur hér austanfjalls í desember.
5.desember á bókakaffinu Selfossi
Jólabókaflóðið er hafið í Bókakaffinu Selfossi. Á kakókvöldunum er sköpuð notaleg jólastemning með smákökur og kakó við kertaljós. Fyrsta kakókvöld vertíðarinnar var fimmtudagskvöldið 28.nóvember þegar glæsilegur hópur höfunda las upp úr bókum sínum. Næsta kakókvöld er fimmtudagskvöldið 5.desember klukkan 20:00 þar sem eftirfarandi höfundar mæta:
Geir Sigurðsson
Bjarki Bjarnason
Þórunn Valdimarsdóttir
Gróa Finnsdóttir
Emil B. Karlsson
Óttar Guðmundsson
Hægt er að fylgjast með dagskrá Bókakaffisins á facebook síðu þeirra.
7.desember í Brimrót
Bókabæirnir standa að glæsilegum jólabókaviðburði laugardaginn 7.desember klukkan 14:00 þar sem eftirfarandi höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum:
Sunna Dís Másdóttir með bókina Kul
Guðmundur Andri Thorsson með bókina Synir himnasmiðs
Emil B. Karlsson með bókina Sjávarföll
Sigrún Erla Hákonardóttir með bókina Hljóð
Viðburðurinn fer fram í Brimrót, Hafnargötu 1, Stokkseyri. Léttar veitingar verða í boði hússins.
Brimrót hefur stimplað sig inn í bókamenninguna austanfjalls síðustu ár. Þar hefur Pétur Már staðið að fjölbreyttum bókaviðburðum í samstarfi við Bókabæina og aðra við góðar undirtektir. Í Nóvember var sannkallað Íslands þema þegar fram fóru áhugaverðir upplestrar í samstarfi við Sögufélagið. Nú taka jólin við í Brimrót og það má búast við sérlega huggulegri stemningu á laugardaginn.
Bókasöfnin telja niður að jólum
Bókasöfnin í Árborg og Hveragerði bjóða upp á notalega fjölskyldusamveru og upplestra í aðdraganda jóla. Í Hveragerði hefur lítill jólaálfur sest að og stundað prakkarastrik sem gleðja börnin. Þá eru föndurstundir á döfinni á bókasöfnunum í Hveragerði og Árborg. Best er að fylgjast með þeim á facebook til að missa ekki af viðburðum mánaðarins:
Comments