top of page
Writer's picturebokaustanfjalls

Kóngurinn er dáinn - lengi lifi bókabæirnir!

Þessi grein var skrifuð árið 2019, stuttu eftir dánardag Richards Booth.


Richard Booth fæddist í litlu þorpi í Wales, Hay-on-Wye árið 1938.


Atvinnuástand var bágborið þegar hann hafði lokið sínu háskólanámi í Oxford. Byggðavandalausnir frá teikniborði í London hittu aldrei í mark og honum sveið að sjá hversu mikið af ungu fólki var að flýja sína heimabyggð. Hann erfði miklar eignir eftir frænda sinn og stofnaði fornbókabúð í gömlu slökkvistöðinni. Hann tók með sér sterkustu mennina úr plássinu, sigldi til Ameríku og keypti upp fjölmörg bókasöfn sem þá var verið að loka, flutti bækurnar með sér heim og seldi þeim sem vildu stofna fornbókaverslanir í Hay-on-Wye, bækur fyrir slikk. Þannig að strax árið 1970 var Hay-on-Wye orðið „bókabærinn“.


 


Richard verður aldrei sakaður um að geta ekki hugsað út fyrir boxið. Árið 1977 sagði hann Hay-on-Wye úr lögum við við GB og stofnaði sjálfstætt konungsríki, krýndi sjálfan sig sem konung og gerði hestinn sinn að forsætisráðherra. Þessi auglýsingabrella vakti gífurlega athygli og á eftir fylgdi útgáfa sérstakra vegabréfa og síðar meir fór hann að selja aðalstign í ríki sínu þannig að fyrir ákveðna upphæð gastu orðið sir/lady og bætt aðeins við til að fá t.d. hertogatitil.

 

Í huga Richard Booth voru bækur sannarlega verðmæti en hans hugsun var samt fyrst og fremst sú verðmætasköpun sem felst í að gera ný og spennandi atvinnutækifæri sem túristar taka eftir, eitthvað sem fær fólk til að vilja koma, blása nýju lífi í bæinn sinn, lífi sem byggir á menningu.

 

 

Nú eru skráðar 19 bókabúðir í Hay-on-Wye, þar eru yfir 20 gististaðir annað eins af veitingastöðum. Hátíðin þeirra The Hay Festival of Literature dregur til sín um 250.000 manns í þetta pláss sem telur undir 2.000 manns.

BBC hefur nú til nokkurra ára haft veg og vanda af hátíðinni sem skrartar rithöfundum frá öllum heimshornum, vinnustofum í öllu sem við kemur skriftum, fjölmiðlun, þáttagerð, kvikmyndgerð, handritsskrifum og svo framvegis. Fjöldinn allur af þjóðhöfðingjum, rithöfundum, kvikmyndastjörnum sækir hátíðina heim: Arthur Miller, Salman Rushdie, Stephen Hawking, Bill Clinton, Maya Angelou, Desmond Tutu og Stephen Fry eru meðal þeirra sem sett hafa mark sitt á þessa hátíð sem löngu er orðin sjálfstætt stórveldi.


 

Fyrir nokkrum fórum við hjá Bókasafni Árborgar í ferð til Hay-on-Wye og höfðum samband við hann og það var ekkert sjálfsagðara en að koma og hitta okkur og eiga með okkur kvöldstund. Þegar svo var ákveðið að stofna Bókabæina austanfjalls þá hittum við hann fyrst á aðalfundi samtakanna IOB í Noregi og síðan kom hann hér með aðstoðarkonu sinni til að vera viðstaddur stofnfundinn árið 2014. Öll hjálp, öll góð ráð, allt sem hann gat vildi hann gera fyrir okkur og fyrir það erum við afar þakklát.

 


Bókabæir eru nú 24 talsins um víða veröld og um leið og við óskum íbúum Hay-on-Wye áframhaldandi velgengni með bókabæinn sinn og hátíðina þá sendum við hjá Bókabæjunum austanfjalls aðstandendum Richard og bæjarbúum öllum okkar hjartans samúðarkveðjur vegna fráfalls þessa stórmerka manns.

2 views0 comments

Commenti


bottom of page