top of page

Myndlistarbókaveggur

Fyrir skömmu sendu myndlistarkennarar í FSu fyrirspurn til bæjarráðs Árborgar um það hvort leyfi fengist til að nemendur í FSu ynnu veggskreytingu á vegg við íþróttavöllinn sem snýr að bílaplani milli Iðu og Odda.

Bæjarráð Árborgar tók jákvætt í hugmyndina og veitti heimildina. Í bókun bæjarráðs kemur fram að bæjarráð óski eftir að skreytingin tengist með einum eða öðrum hætti verkefninu Bókabæirnir austanfjalls.

Að sögn Elísabetar H. Harðardóttur, myndlistarkennara í FSu, verður byrjað á þessu verkefni á haustönn 2015. "Það mun taka nokkur skólaár að fylla vegginn. Þemað um bókabæina er yfirgripsmikið þar sem í raun allar bækur eru undir og hægt að fara út um víðan völl. Svo eru bókabæirnir fimm talsins og hægt að tengja myndefni þeim", sagði Elísabet.

Upphaflega birt á vef dfs.is

0810_veggur1.jpg

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page