Tónlistarkennarar í kaffi
Bókasafn Árborgar á Selfossi bauð í dag tónlistarskólakennurum, sem eru í verkfall hjá Tónlistarskóla Árnesinga í bókasafnið til að fá sér jólaöl, kaffi og jólasmákökur, auk þess sem Bjarni Harðarson, bóksali og Þórður Helgason, dósent við Háskóla Íslands lásu upp úr bókum sínum.Þá skoðuðu kennararnir sýningu í Listagjánni í bókasafninu þar sem Guðlaugur Arason sýnir álfabækur.Tuttugu og sex kennarar eru í verkfalli við skólann en nemendur hans eru á milli fimm og sex hundruð. „Með þessu vildum við á bókasafninu reyna að gleða tónlistarskólakennarana í verkfalli sínu og vera með skemmtilega uppákomu handa þeim með smá veitingum. Ég er ánægð með hvað margir mættu og höfðu gaman af þessu“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður Bókasafn Árborgar.