top of page

Auglýst eftir starfsmanni.

Bókabæirnir austanfjalls leita nú að starfsmanni í hlutastarf til að annast rekstur verkefnisins.

Verkefnið hlaut fjárveitingu til þessa á fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna þriggja, Árborgar, Ölfuss og Hveragerðis. Ráðningartími er til næstu áramóta.

Starfsmaður bókabæjanna þarf að annast daglegan rekstur verkefnisins í samvinnu við verkefnisstjórn.

Starfsaðstaða verður í frumkvöðlasetri SASS á Austurvegi 56.

Í starfsauglýsingu er lögð áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika til mannlegra samskipta. Þá þarf viðkomandi að geta unnið við heimasíðu verkefnisins, bókhald og almenna þróun verkefnisins. Starfið er fjölbreytt en krefst þess líka að viðkomandi gangi í öll störf, allt frá kassaburði til konungsheimsókna.

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar og umsóknir ber að senda á bokaustanfjalls@gmail.com

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page