Lestrarhestur vikunnar
Lestrarhestur vikunnar er Otgoo Badam
Otgoo hefur unnið á Bókasafni Árborgar Selfossi sl. 7 ár og er nú að ljúka námi í Bókasafns-og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Hún er mikill áhugamaður um Bókabæina austanfjalls.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Ég er venjulega með bækur á eldhúsborðinu, ekki á náttborðinu. Núna er ég að lesa "Táknmál blómanna eftir Vanessu Diffenbaugh, dásamleg bók, tilfinningarík og fallega skrifuð. Ég fletti um daginn í bók Barböru Demick "Engan þarf að öfunda" og fylltist sorg yfir óréttlæti mannlífsins, ég ákvað að hætta að lesa, annars gæti maður dottið í þunglyndi hahaha!
Þar sér maður hvað maður hefur það gott hér, að eiga val í lifinu. Ég þakka guði fyrir að þurfa ekki að upplifa þeirra líf.
Hver er besta bókin sem þú ert búin að lesa á sl. ári?
Tja...
það er erfitt að velja bestu bókina. Ég myndi segja að skemmtilegasta lesningin hafi verið "Býfluga" eftir Chirs Cleave, reyndar las ég hana á ensku, hún heitir "The other hand" á því máli. Það er sálfræðileg saga sem fær mann til að hugsa og á einhvern hátt upplifa söguna. Auðvitað eru margar aðrar góðar bækur sem má nefna en fyrir mér er "góð" bók, bók sem maður les fram á nótt.