Bænabókin alltaf á náttborðinu

March 12, 2015

 

Ásdís Pálsdóttir er mikill lestrarhestur og hefur verið alla tíð. Ásdís er ættuð af Suðurlandi þó hún hafi alist upp í Austur- Húnavatnssýslu, en móðir hennar, Sigríður Guðnadóttir ólst upp að Hvammi í Holti. Ásdís er fastagestur á Bókasafninu á Selfossi og þegar hún er sótt heim er alltaf ný bók komin á náttborðið.

 

Hvaða bók ertu að lesa núna?

 

„Ég er að lesa Náðarstund eftir Hönnuh Kent, en hana fékk ég í jólagjöf. Ég lánaði hana reyndar dóttur minni og var að fá hana aftur í hendur núna.“

„Ég er svo alltaf með bænabókina á náttborðinu en í henni les ég alltaf reglulega. Síðan er ég með bókina Lifðu í gleði og fallega bók sem heitir Skyndibitar fyrir sálina sem ég les líka alltaf í reglulega.“

 

 Hvað er besta bókin sem þú last á síðastliðnu ári?

„Það er ábyggilega bókin Svanga Manga með svarta vanga eftir Ómar Ragnarsson. Hann er virkilega skemmtilegur penni og lýsir henni á mjög lifandi hátt. Það er alveg ótrúlegt hvernig hún hefur lifað af og náð að bjarga sér.“ 

 

Bókabæirnir austanfjalls þakka Ásdísi fyrir spjallið. 

Please reload

Tíu vinsælustu titlarnir í Bóksafni Árborgar árið 2014

May 15, 2015

1/10
Please reload

Merkimiðar

© Bókabæirnir austanfjalls - Sími: 85 85 810 - bokaustanfjalls@gmail.com