Vinnuhóparnir í Bókabæjunum austanfjalls fara af stað
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að vinnuhóparnir eru senn að fara af stað en Bókabæirnir austanfjalls hafa sent út fyrsta fundarboðið til þeirra sem skráðu sig í vinnuhóp til undirbúnings Barnabókmenntahátíðarinnar. En fyrirhugað er að halda hátíðina í upphafi skólaárs 2015.
Þeir sem skráðu sig í vinnuhópinn fyrir Barnabókahátíðina ættu því að hafa fengið sendan tölvupóst þar sem fram koma upplýsingar um fundinn, en hann verður haldinn á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn, mánudaginn 23. mars kl. 18:00
Á fyrsta fundinum er ætlunin að kynna Barnabókahátíðina og segja frá fyrirhugðum viðburðum, auk þess sem fundarmenn verða hvattir til þess að leyfa hugmyndunum að flæða og jafnvel skipta sér niður í minni verkefnahópa fyrir þá sem vilja.
Vert er að taka það fram að þau sem ekki hafa skráð sig í vinnuhópinn en vilja vera með eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin.
Það er einlæg von okkar að sem flestir sjáir sér fært að mæta á þennan fyrsta vinnufund hjá Bókabæjunum austanfjalls og taka þar með þátt í að efla menningarstarfsemi á svæðinu.