Vinnuhópur kortlagningarinnar fer af stað
Fyrsti fundurinn með vinnuhópnum sem skráði sig í Kortlagningu og skrásetningu bókamennta í Bókabæjunum austanfjalls, verður haldinn í Bókasafninu í Hveragerði, mánudaginn 30. mars, kl. 18:00.
Þá er ætlunin að koma saman, spjalla og kasta hugmyndum á milli varðandi verkefnið. Ljóst er að viðamikið verkefni er framundan enda stórt bókmenntasvæði sem um ræðir. Þeir sem skráðu sig í verkefnið fengu tölvupóst sendan en að sjálfsögðu eru allir velkomnir sem vilja kynna sér verkefnið og/eða vera með.
Skráningarblöð verða á staðnum og getur fólk skráð sig í hópa ef áhugi er fyrir hendi. Vert er að benda á að enginn skuldbinding felst í því að mæta á fundinn. Allir geta komið og verið með og tekið þátt í líflegu verkefni.
Mynd/www.ancient-origins.net
Svo er að sjálfsögðu alltaf hægt að senda okkur tölvupóst og segja okkur frá hugmyndum eða öðru sem er að gerast í bókabæjunum.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!