Viltu taka þátt í bókamarkaði í sumar?
Vilt þú taka þátt í spennandi verkefni með Bókabæjunum austanfjalls?
Ákveðið hefur verið að halda glæsilegan bókamarkað í Hveragerði í júní. Mun markaðurinn opna föstudaginn 26. júní en þá hefst einnig fjölskylduhátíðin Blóm í bæ
Nú þegar hafa fjölmörg forlög tilkynnt þátttöku sína og er því von á spennandi og skemmtilegum markaði með fjölbreyttu og áhugaverðu efni.
Bókamarkaðurinn verður opinn helgina sem hátíðin Blóm í bæ stendur yfir, og svo mun hann verða opin áfram yfir sumarið en þó aðallega um helgar. Mögulegt er að markaðurinn verði opinn á öðrum tímum en það mun verða auglýst sérstaklega þegar nær dregur. Ætlunin er að hafa bókamarkaðinn fram yfir næstu bæjarhátíð, Blómstrandi dagar, en hún er haldin um miðjan ágúst ár hvert.
Við ætlum að fara af stað með vinnuhóp og geta þeir sem vilja skráð sig í hópinn hvenær sem er. Við vonum að sjálfsögðu að sem flestir vilji taka þátt í þessu ævintýri og vilji þar með leggja sitt að mörkum við að efla starfsemi Bókabæjanna austanfjalls og auka áhuga íbúanna á bókalestri og bókmenntum almennt.
Ef þetta er eitthvað fyrir þig, hafðu þá endilega samband við okkur í tölvupóstfangið: bokaustanfjalls@gmail.com og skráðu þig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í Bókakaffinu á Selfossi, Konubókastofu og öllum bókasöfnum innan Bókabæjanna austanfjalls.
Við hlökkum til að heyra frá þér!