top of page

Uppboð fornbóka haldið í Hveragerði

Laugardaginn 27. júní kl. 14:00 fer fram glæsilegt bókauppboð á fornbókum en það verður haldið í tilefni af opnun bókamarkaðarins Bókabæjanna austanfjalls í Hveragerði. Mun Anna Birna Þráinsdóttir, Sunnlendingur með meiru stjórna uppboðinu með sínum einstaka hætti.

Verður ýmsa kjörgripi að finna á uppboðinu og má meðal annars nefna þessa titla sem boðnir verða upp: Harmsaga ævi minnar eftir Birkiland, Norsk lög Hrappseyjarprents frá 1779, Færeyingasaga frá 1832, Saga Ólafs Tryggvasonar frá 1892, Grallari frá 1739, Orðskviðasafn Guðmundar á Staðastað frá 1809, Hauksbók frá 1892, Íslenskir sjávarhættir, Árituð Hvalasaga Jóhannesar Kjarvals, Björn og Sveinn eftir Megas, Enemond eftir Dunganon, Kortasaga Íslands og margt fleira. Heildarlisti yfir bækur sem boðnir verða er birtur hér fyrir neðan en einnig verður hægt að sjá hann á Facebook síðu bókamarkaðarins og Viðburðinum á Facebook.

Bókamarkaður Bókabæirnir austanfjalls verður til húsa að austurmörk 23, eða í húsi Leikfélags Hveragerðis og stendur yfir í allt sumar. Markaðurinn verður opnaður föstudaginn 26. júní klukkan 12:00 og verður opinn til 18:00. Bókamarkaðurinn verður opinn allar helgar í sumar frá 12-18, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Honum lýkur svo helgina 14-16 ágúst, á sama tíma og bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður haldin.

Hér má sjá listann yfir þær fornbækur sem verða í boði á uppboðinu:

Thorvalddssens Tegninger, útgefnar í Kaupmannahöfn 1920. Ásett verð 2900,-

Lægsta boð 2200,-

Ljóðmæli Þorskabíts, prentuð af Borgfirðingafélaginu í Winnipeg 1914. Ásett verð 3800. Lægsta boð 2400,-

Tímaritið Óðinn, í ritstjórn Þorsteins Gíslasonar. Fyrstu sex árgangarnir 1905-1911, innbundnir saman, skinnband. Ásett verð 3900,- Lægsta boð 2900,-

Steinhúsin gömlu á Íslandi eftir Finsen og Hiort. Þýðandi Kristján Eldjárn. Falleg bók og merk. Ásett verð 5700. Lægsta boð 3000,-

Guðrún Ósvífursdóttir, söguljóð Brynjúlfs Jónssonar frá 1892. Vel með farið eintak. Ásett verð 4.900,- Lægsta boð 3.700,-

Apokrýfar bækur Gamla testamentisins. Útgáfa frá 1994. Ásett verð 4.700,- Lægsta boð 3.900,-

Öfugmælavísur, eignaðar Bjarna Jónssyni borgfirðingaskáldi. Myndskreytt af Örlygi Sigurðssyni. Útgefin í Reykjavík 1946. Ásett verð 6600. Lægsta boð 4600,-

Fuglar í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, útgefin 1988. Í öskju og vel með farin. Ásett verð 5.900,- Lægsta boð 4.800,-

Atómstöðin eftir Halldór Kiljan Laxnes, frumútgáfa, bundin í skinn. Ásett verð 6.200,- Lægsta boð 4.900,-

Ferðir Munchausens Baróns í þýðingu Þorsteins Erlingssonar skálds. Prentaðar 1921. Fágætur gripur og skemmtilegur. Verð 7500,- Lægsta boð 5000,-

Suðaustan fjórtán eftir Jökul og Baltasar. Einstök bók, mjög gott eintak með lausblaðakápu. Ásett verð 6900. Lægsta boð 5000,-

Vígðir meistarar eftir Schuré, útgefin 1958. Ásett verð 7.300,- Lægsta boð 5.900,-

Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn í vönduðu bandi og vel með farin. Ásett verð 7.300,- Lægsta boð 6.200,-

Ættir Síðupresta eftir Björn Magnússon. Gott eintak. Ásett verð 9000,- Lægsta boð 6500,-

Íslandsmyndir Mayers frá 1836, útgefið af Erni og Örlygi 1986, með fylgir aukarit með lofkvæði Íslendinga um Gaimard. Í öskju og sem nýtt. Ásett verð 9.000,-

Lægsta boð 6.900,-

Þjóð bjarnarins mikla. Öll fimm bindin, mögnuð ævintýrasaga. Vel með farin eintök. Ásett verð 9.900 kr. Lægsta boð 6.900,-

Í Verum, saga Theódórs Friðrikssonar. Helgafellsútgáfa frá 1977. Gott eintak. Ásett verð 13.600,- Lægsta boð 6.900,-

Grallari forn, án titilblaðs. Skinnband, trjábörkur í spjaldi. Matsverð 12000.

Lægsta boð 7000,-

Byggðasaga Austur Skaftafellssýslu, þrjú bindi, Ásett verð 9300,- Lægsta boð 7000,-

Fyrir bridgespilara: The europian Bridge Review 1949-1952. Innbundið í einstaklega fallegt rautt skinnband. Þrjú bindi. Ásett verð 9900. Lægsta boð 7500,-

Brennunjálssaga í Helgafellsútgáfu Laxness frá 1945. Ásett verð 9.300,-

Lægsta boð 7.500,-

Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar, ásett verð 9.900,- Lægsta boð 7.900,-

Misskipt er manna láni eftir eftir Hannes Pétursson. Heimildaþættir I-III. Ásett verð 9.900,- Lægsta boð 7.900,-

Ljóðabókin Enemod eftir Karl Einarsson sem kallaði sig Dunganon. Algert fágæti. Ásett verð 9900,- lægsta boð 7900,-

Ritgjörð um túna- og engjarækt eftir Gunnlaug Þórðarson. Gefin út í Kaupmannahöfn 1844. Ásett verð 9.800,- Lægsta boð 8.800,-

Sígildar sögur, myndasögublöð, þrettán blöð. Ásett verð 13.000,- Lægsta boð 9000,-

Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar, fjögur bindi, Helgafellsútgáfa frá 1976. Ásett verð 12.600,- Lægsta boð 9.900,-

Ritsafn Snorra Sturlusonar, þrjú bindi, afar vel með farin. Útgefin af MM 2002. Ásett verð 13.600,- Lægsta boð 9.900,-

Heimskringla I-III, útgefin 1946. Í vönduðu skinnbandi. Ásett verð 13.400,- Lægsta boð 9.900,-

Sálmar og kvæði eftir Hallgrím Pétursson, Rvík 1890. Fyrsta útgáfa. Skinnband.Ásett verð 14000,- Lægsta boð 9900,-

Grettissaga í Helgafellsútgáfu. Afar vel með farið eintak. Ásett verð 14.700,- Lægsta boð 11.900,-

Fuglarnir eftir Bjarna Sæmundsson, útgefnir í Reykjavík 1936. Afar vandað og merkilegt rit. Matsverð 29.000,- Lægsta boð 13.000,-

Vestmannaeyjaljóð eftir Unu Jónsdóttur í Sólbrekku, útgefin 1929. Fágæti. Ásett verð 13.700,- Lægsta boð 13.700,-

Biblíukjarni frá 1853. Höfundur Heinrich Kohlrausch. Þýðing Ásmundar Jónssonar dómkirkjuprests. Fallegt skinnband. Matsverð 22000. Lægsta boð 15000,-

Kortasaga Íslans til loka 16. aldar eftir Harald Sigurðsson. Ásett verð 23.000,- Lægsta boð 17.500,-

Andlegir sálmar og kvæði eftir Hallgrím Pétursson. 9. útgáfa. Viðeyjarklaustri 1838. Skinnband, samtímband. Einkar vel með farið eintak. Matsverð 35.000,- Lægsta boð 18.000,-

Málmyndalýsing eftir Halldór Kr. Friðriksson, prentuð í Kaupmannahöfn 1861. Lúið eintak en blaðheilt. Matsverð 29.000. Lægsta boð 19.000,-

Blöndalsorðabók, útgefin 1924. Stórglæsilegt eintak, skinnband. Grundvallarrit fyrir alla unnendur íslenskrar tungu. Ásett verð 28000 Lægsta boð 19000,-

Íslensk fyndni, öll 27 heftin sem út komu. Ásett verð 24000. Lægsta boð 19000,-

Sturlungasaga I-II, Oxfordútgáfan frá 1878. Ósnert eintak í upprunalegu rexínbandi og lítur út eins og nýprentað. Ásett verð 28.000. Lægsta boð 22.000,-

Grettis saga – ensk þýðing Eiríks Magnússonar og William Morris, útgefin í London 1869. Innbundin í samtíma rexínbandi. Vel með farin. Í bókinni er kort af söguslóðum, nafnaskrá, skýringar, listi yfir orðtæki úr sögunni og vandaður formáli þýðenda. Inni í bókinni eru á sex stöðum þurrkuð burknablöð. Bókin er árituð Þóru Pétursson af Eiríki Magnússyni þýðanda. Á einum stað í bókinni er handskrifuð orðskýring með rithendi Eiríks. Söluverð á ILAB vefsíðunni er 47000,- Lægsta boð 28000,-

Grallari frá 1739. Prentaður á Hólum. Titilblað varðveitt og talinn blaðheill en afar sundurlaus og lúinn. Vantar víða horn á blaðsíður. Matsverð 50.000,-

Lægsta boð 29.000,-

Íslenskir sjávarhættir I-V. Ásett verð 45.000,- Lægsta boð 35.000,-

Náttúrufræðingurinn, 1.-44.árg, 1931-1975, innbundinn í fallegt rexínband. Matsverð 60.000. Lægsta boð 42.000,-

Árbók Ferðafélags Íslands fram til aldamóta, 1928-2000. Matsverð 90.000,- Lægsta boð 58.000,-

50 hugvekjur eður píslarþankar Vigfúsa Erlenssonar. Prentuð á Hólum 1779. Ásett verð 130.000,- Lægsta boð 65.000,-

Hauksbók frá 1892. Byggt á uppskrift Árna Magnússonar á bók Hauks Erlendssonar á Strönd í Selvogi. Einstakur gripur og eintakið er afar vel með farið. Rexínband. Ásett verð 79.000,- Lægsta boð 69.000,-

Harmsaga ævi minnar eftir Jóhannes Birkiland. Tímamótaverk í íslenskri ævisagnaritun en sjálfsævisögur þar sem höfundur barmar sér undan vonsku veraldarinnar hafa í bókmenntaheiminum hlotið samheitið Birkilönsk fræði. Í þeim fræðum markar bók Jóhannesar ákveðið upphaf og þykir einnig mikið listaverk í stíl og efnistökum. Afar fágætt verk og eftirsótt. Öll heftin. Lægsta boð 100.000,-

Safn af Íslenzkum orðskviðum, fornmælum, heilræðum, snilliyrðum, sannmælum og málsgreinum. Útgefin í Kaupmannahöfn 1830. Tekin saman af Guðmundi Jónssyni á Staðastað. Afar fágætur og merkur gripur. Hér í eintaki sem er nánast sem nýtt, skinnband með pappaspjöldum. Aðeins 15 eintök eru þekkt af bók þessari í íslenskum almenningssöfnum. Matsverð 180.000,- Lægsta boð 115.000,-

Norsku lög Kristjáns fimmta í íslenskri þýðingu. Hrappseyjarprent frá 1779. Blaðheilt og gott eintak í góðu ástandi miðað við aldur. Fágætur gripur og merkur. Matsverð 250.000,- Lægsta boð 130.000,-

Færeyínga saga frá 1832, gefin út á þremur málum samtímis, íslensku, færeysku og dönsku. Mjög vel með farin miðað við aldur, hefur varla verið flett. Skinnband brotið á einum stað. Bókinni fylgir kort. Ásett verð 290.000,- Lægsta boð 250.000,-

Björn og Sveinn eftir Megas. Útgefin 1994. Fágæti – aðeins 400 eintök prentuð. Ásett verð 14.900,- Lægsta boð 9.900,-

Hvalasagan eftir Jóhannes Kjarval – árituð af höfundi. Ásett verð 22.000,-

Lægsta boð 16.000,-

Skálholt eftir Kamban í fjórum bindum. Frumútgáfa. Ásett verð 5.900,-

Lægsta boð 3.300,-

Hið nýja testamenti ásamt með Davíðs sálmum frá 1863 – Matsverð 15.000,-

Sagan af Villifer frækna 1885, Saga Hávarðar Ísfirðings 1889, Þáttur beinamálsins í Húnaþingi 1895, Saga Hellismanna 1889, Saman í bók: -Matsverð 4000,-

Saga Ólafs Tryggvasonar og fyrirrennara hans 1892 -Matsverð 7900,-

Saga Ólafs Haraldssonar hins helga, frá 1893. Matsverð 7900,-

Helgidaga – predikanir, Páll Sigurðsson frá 1894. Matsverð 5000,–

Rauðskinna I-III, Jón Thorarensen safnaði 1929-1935. Áritað með vísu eftir höfundinn.

Matsverð 10000,- Lægsta boð 6900,-

*Athugið að lægsta boð vantar á nokkur eintök. Mun verðið vera sett inn fyrir uppboðið.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page