top of page

Lokahelgi bókamarkaðarins í Hveragerði 14.-16. ágúst

Upplestur skálda og bókauppboð

Bókamarkaður Bókabæjanna austanfjalls hefur staðið með miklum blóma í Leikhúsinu í Hveragerði um helgar í sumar og markaðnum lýkur með glæsibrag nú um helgina. Höfuðþema síðustu helgarinnar verður „Núlifandi skáld á Suðurlandi“. Verða bækur skáldanna áberandi síðustu markaðsdagana og efnt verður til ljóðadagskrár í Leikhúsinu laugardaginn 15. ágúst klukkan 15-16 með skáldum af svæðinu. Á sunnudeginum verður svo eldfjörugt bókauppboð klukkan 14 sem Ölfusingar stýra af röggsemi. Þar verða boðnir upp merkir bókagripir allt frá 18. öld en einnig nýlegar bækur á hóflegu verði.

Eftirtalin tíu skáld taka þátt í dagskránni á laugardag:

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Kristian Guttesen, Kristján Runólfsson, Norma E. Samúelsdóttir, Pétur Önundur Andrésson, Sigríður Jónsdóttir, SJÓN, Steinunn P. Hafstað, Þorsteinn Antonsson, Þór Stefánsson og Þórður Helgason.

Á uppboðinu verða meðal annars boðnar upp eftirsóttar og fágætar bækur eins og Saga Hraunshverfis, Einræður Steinólfs, Lúsa-Sólveig og einstök myndabók um Ólympíuleika Hitlers. Einnig algengari gripir á frábæru verði svo sem Þúsund ára sveitaþorp, Að breyta fjalli, Snaran eftir Jakobínu, Mullersæfingar og árituð ævisaga Ingólfs á Hellu og fleira og fleira. Þá eru ótaldir hinir dýru kjörgripir uppboðsins þar sem hæst ber tvö erlend átjándu aldar rit, annarsvegar Ferðabók Eggerts og Bjarna á þýsku í samtíma forlagsbandi og fágætt sagnfræðiverk um dönsku Jómfrúreyjarnar. Listi með uppboðsgripum er birtur hér að neðan.

Markaðurinn er opinn frá föstudegi til sunnudags klukkan 12 til 18.

Dagskrá laugardags hefst kl. 15 og sunnudags kl. 14.

Ráðgert er að eftirfarandi bækur verði boðnar upp og er listinn birtur með fyrirvara þar sem möguleiki er á breytingum og viðbótum.

1

Vængjatök – hugverk sunnlenskra kvenna, matsverð 1500. Lægsta boð 650

2

Lífsbók Laufeyjar eftir Ragnheiði Davíðsdóttur, saga sem gerist að hluta til í Hveragerði, matsverð 2.100. Lægsta boð 700

3

Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur, matsverð 2.200. Lægsta boð 900

4

Rósumál Rósu Ingólfsdóttur eftir Jónínu Leósdóttur, áritað eintak, matsverð 2.000, lægsta boð 1.000

5

Gangstéttir í rigningu eftir Jón Óskar – í plastinu. Óborganlegar lýsingar á skáldum 20. aldar. Matsverð 2.700. Lægsta boð 1.100

6

Treg í taumi, fræg saga eftir Ásu Sólveigu, áritað eintak, matsverð 1.900, lægsta boð 1.100

7

Spádóma- og spásagnalist, fjölfræðibók, matsverð 2.900, lægsta boð 1.300

8

Virkisvetur eftir Björn Th, matsverð 2.700, lægsta boð 1.400

9

Eyfirðingabók séra Benjamíns Kristjánssonar I-II. Matsverð 2.900. Lægsta boð 1.700

10

Hersveit hinna fordæmdu eftir Sven Hazel, óborganlegur samsetningur. Matsverð 2.200. Lægsta boð 1700

11

Lúsa Sólveig, þáttur í smáriti fimmmenninga á Akureyri 1947, matsverð 2.200, lægsta boð 1.700

12

Réttarhöldin eftir Franz Kafka. Matsverð 3.600. Lægsta boð 1.800

13

The greek myths I-II, grísk goðafræði á ensku í tveimur fallegum bindum, matsverð 3.600, lægsta boð 1.800

14

Íslenskt vættatal eftir Árna Björnsson, matsverð 2.700, lægsta verð 1.900

15

Bragfræði og háttatal Sveinbjarnar Beinteinssonar frá 1953, matsverð 3.600, lægsta boð 1.900

16

Frjálst verkafólk eftir Guðbrand Jónsson, tvö hefti frá 1932. Matsverð 3.300, lægsta boð 1.900

17

Mullersæfingar, útg. 1925. Matsverð 2.400. Lægsta boð 1.900

18

Ferðasaga Árna Magnússonar frá Geitastekk, matsverð 2.600. Lægsta boð 1.900

19

Bókin um náttúrulækningar. Matsverð 2.400. Lægsta boð 1.900

20

Að breyta fjalli eftir Stefán Jónsson, sem ný. Matsverð 2.900, lægsta boð 1.900

21

Höllusögur Jóns Trausta, Halla og Halla og heiðarbýlið I-IV, allt verkið í þremur bindum, matsverð 3.600. Lægsta boð 2.100

22

Þúsund ára sveitaþorp eftir Árna Óla. Matsverð 3.300. Lægsta boð 2.200

23

Ævisaga Jóns Steingrímssonar eldklerks, ein elsta sjálfsævisaga Íslendings. Helgafellsútgáfan frá 1973. Matsverð 4.900. Lægsta boð 2.300

24

Prófílar og pamfílar eftir Örlyg Sigurðsson, I-IV. Matsverð 5.900. Lægsta boð 2.300

25

Kristín Lafransdóttir I-III eftir Sigrid Unset nóbelsverðlaunahafa, matsverð 4.900. Lægsta boð 2.400

26

Úrvalsrit Marx og Engels I-II. Matsverð aðeins 6.600 og lægsta boð 2.600. Lifi byltingin!

27

Muggur eftir Björn Th. Einstök bók um einn okkar fremsta listamann. Matsverð 4.900. Lægsta boð 2.900

28

Rit Ólafíu Jóhannsdóttur kristniboða með inngangi eftir Bjarna Benediktsson, matsverð 4.700. Lægsta boð 3.000

29

Sögn og saga eftir Oscar Clausen I-III, matsverð 5.700, lægsta boð 3.100

30

Vesturfarabálkur Jóhannesar úr Kötlum I-III, nafn bókanna er Dauðsmannsey, Siglingin mikla og Frelsisálfan. Matsverð 6.900. Lægsta boð 3.200

31

Ritsafn Torfhildar Hólm I-III, matsverð 5.900, lægsta boð 3.300

32

Úr farvegi fyrri alda I-II, eftir Jón Gíslason frá Stóru Reykjum, matsverð 4.700, lægsta boð 3.300

33

Byltingin 1909 eftir Helga Briem. Rautt skinnband. Fallegt eintak. Matsverð 5.500, lægsta boð 3.300

34

Tarzanheftin frá 1923-1925 öll innbundin í leður. Sjö hefti, Villti Tarzan, sonur Tarzans, Skógarsögur Tarzans og allar hinar óborganlegu Tarzansögurnar. Matsverð 7.900. Lægsta boð 3.900

35

Herra Jón Arason eftir Guðbrand Jónsson, matsverð 5.300, lægsta boð 3.900

36

Ingólfur á Hellu, tveggja binda ævisaga þessa mikla skörungs. Áritað eintak. Matsverð 12.600. Lægsta boð 4.400

37

Hestur í lífi þjóðar, stórmerkar hestamyndir frá aldamótunum 1.900, matsverð 6.800, lægsta boð 4.400

38

Fimmdægra, fornindversk æfintýri, matsverð 8.300, lægsta boð 4.400

39

Ljósmyndin, kvikmyndasaga eftir Skugga, matsverð 7.900, lægsta boð 4.400

40

Grimmsævintýri I-IV, vel með farin hefti. Matsverð 7.300, lægsta boð 4.400

41

Tyrkjaránið á Íslandi, innbundið í rexín, gott eintak, matsverð 6.300, lægsta boð 4.400

42

Saga Þorlákshafnar I-III. Matsverð 7.300. Lægsta boð 4.400

43

Dægradvöl Benedikts Gröndal, skinnband, frumútgáfa, matsverð 8.300. Lægsta boð 4.700

44

Ysjur austræna eftir Gísla á Læk. Sagnaþættir mjólkurbílstjóra á Suðurlandi, tvö bindi. Matsverð 8.300. Lægsta boð 4.800

45

Landið og landnáma I-II eftir dr. Harald Matthíasson. Stórvirki eftir vandaðan fræðimann, matsverð 8.900, lægsta boð 4.900

46

Kvæðasafn Einars Benediktssonar gefið út á aldarafmæli skáldsins, matsverð 7.300, lægsta boð 4.900

47

Ævisaga Tryggva Emilssonar í þremur bindum, með fylgir skáldsaga höfundar, Kona sjómannsins, Matsverð 7.900. Lægsta boð 4.900

48

Undir kalstjörnu og aðrar sjálfsævisögubækur Sigurðar A. Magnússonar, I-V. Matsverð 7.900. Lægsta boð 4.900

49

Íslandsmyndir Mayers frá 1836, matsverð 9.000, lægsta boð 4.900

50

Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu. Afar vel með farið eintak. Matsverð 13.000. Lægsta boð 6.100.

51

Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka, skinnband, gott eintak. Matsverð 12.000. Lægsta boð 7.200

52

Einræður Steinólfs í Fagradal, einstök bók, matsverð 9.900, lægsta boð 7.300

53

Flateyjarbók I-IV í fallegu bandi, matsverð 19.700. Lægsta boð 7.900

54

Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Matsverð 17.000. Lægsta boð 9.000

55

Gríma I-XXV, skinnband, matsverð 19.000, lægsta boð 9.000

56

Saga Eyrarbakka eftir Vigfús í Engey, skinnband, matsverð 16.500, lægsta boð 9.900

57

Thorvaldsen, hans liv og værker frá 1893. Matsverð 15.700. Lægsta boð 9.900

58

Ritsafn Theodóru Thoroddsen, matsverð 14.900, lægsta boð 9.900

59

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri Jóns Árnasonar I-VI, fallegt eintak, matsverð 24.000. Lægsta boð 15.000

60

Landfræðisaga Íslands eftir Þorvald Thoroddsen, I-IV. Samtíma skinnband. Afar fallegt eintak. Matsverð 60.000,- Lægsta boð aðeins 17.500.

61

Hinir XI. Olympisku leikar í Berlín 1936. Afar fágæt myndabók, allar myndir með. Matsverð 26.000. Lægsta boð 18.000

62

Efterretninger om öen Sanct Thomas og dens Gouverneurer, stórmerkilegt og afar fágætt rit frá 1791 um sögu dönsku Jómfrúareyjanna sem nú tilheyra Bandaríkjunum. Matsverð 237.000. Lægsta boð 188.000

63

Reise durch Island eftir Eggert og Bjarna á þýsku, útgefin 1774. Afar fágætur gripur og hér í upprunalegu forlagsbandi fra 18. öld. Matsverð 600.000. Lægsta boð 290.000

Við hlökkum til að sjá þig á Bókamarkaði í Hveragerði um helgina :)

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page