top of page

Lestrarhestur vikunnar er Kristján Runólfsson


Kristján Runólfsson skáld er lestrarhestur vikunnar. Hann yrkir margt og mikið við öll möguleg og ómöguleg tækifæri um hátíðleikann og hversdagsleikann og allt þar á milli. Hann býr í Hveragerði og er eitt af skáldunum sem lesa ljóð á bókamarkaðinum í Hveragerði laugardaginn 15. ágúst.

Á náttborði hans liggja margar bækur, um 20 stk. Efst í bunkanum eru Eyfellskar sagnir eftir Þórð Tómasson, þar næst bókin um Sigurð dýralækni annað bindi. Kristján segir bókina Eyfellskar sagnir vera bráðskemmtilega og fjallar hún um ýmsar sagnir frá fyrri tíð, undan Eyjafjöllum. Þær bækur sem höfða helst til hans eru bækur sem hafa einhvern fróðleik að færa. Þá helst bækur sem innihalda einhvern þjóðlegan fróðleik vegna þess að þar liggja áhugamál hans meðal annars. Ein eftirminnilegasta bók sem hann hefur lesið er Rauðamyrku

r eftir Hannes Pétursson og les hann hana oft. Honum finnst hún líklega eftirminnileg vegna þess að hann þekkir sögusviðið nokkuð vel.

Er Kristján var spurður hvort hann hefði skilaboð til annarra lestrarhesta hafði hann þetta að segja: ,,Nú veit ég ekki, kannske að lesa meiri fróðleik og minna af reyfurum". Við þökkum Kristjáni Runólfssyni fyrir að deila með okkur þessum upplýsingum :)

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page