top of page

Markmið

Markmið Bókabæjanna austanfjalls er meðal annars að fá íbúa svæðisins til að taka sem mestan þátt í því að kynna bækur, varðveita þær og stuðla að því að fólk á öllum aldri haldi áfram að njóta bókalesturs. Bækur eru alltaf aðgengilegar svo framarlega sem þær eru varðveittar, enda hverfa þær ekki í ólgandi haf veraldarvefsins sem þýtur hjá okkur á ógnarhraða og endurnýjar sig á hverju degi. Texti sem er skrifaður og prentaður í bók, varðveitist þar og bíður næsta lesanda um ókomna tíð.

Bókabæirnir austanfjalls er hugsað sem sameiginleg eign okkar allra sem búum innan svæðisins, og sem vettvangur þar sem við getum öll unnið að því saman að varðveita einn dýrmætasta arf okkar; bókmenntirnar.

Munið! Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir og ekki hika við að hafa samband við okkur til skrafs og ráðagerða.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page