top of page

Prentsögusetur á Eyrarbakka


Eitt leiðir af öðru og í framhaldi af stofnun Bókabæjanna austanfjalls og umræðna um hvað væri hægt að gera í bókabæjum setti hópur áhugamanna um Prentsögusetur sig í samband við okkur.

Á myndinni eru þáttakendur fundar sem haldinn var í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka 18. nóvember 2014 um væntanlegt Prentsögusetur á Eyrarbakka.

Frá vinstri: Heimir Br. Jóhannsson prentsmiðjueigandi, Þóra Elfa Björnsson prentsmiður og fv. kennari, Haukur Már Haraldsson prentsmiður og fv. kennari, Hlíf S. Arndal forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði, Svanur Jóhannesson bókbindari, Baldvin Heimisson prentari, Sæmundur Árnason prentari, Georg Páll Skúlason prentari og formaður Félags bókagerðarmanna, Bjarni Harðarsson bóksali og Ingi Rafn Ólafsson prentsmiður og sviðsstjóri prenttæknisviðs hjá Iðunni fræðslusetri. Jóhann Jónsson eigandi frystihússins tók myndina.

Áfram er unnið markvist að því að stofna Prentsögusetur í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka í samvinnu aðila í prentiðnaðinum, áhugamanna og Jóhanns Jónssonasr eiganda frystihússins. Undirbúningsnefnd er að störfum og er stjórn hennar skipa Haukur Már Haraldsson, Heimir Br. Jóhannsson, Svanur Jóhannesson og Þóra Elfa Björnsson.

Stefnt er að stofnfundi 21. febrúar 2015.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page