Góðir gestir frá Upplýsingu

Föstudaginn 23. október 2015 heimsóttu 35 félagar Upplýsingar Bókabæina austanfjalls. Upplýsing er félag bókasafns- og upplýsingafræða og fara meðlimir þess árlega í visindaferð. Þetta árið ákvað vísindaferðanefndin að sækja okkur heim.
Dagskráin var eftirfarandi: 17:00 Reykjavík - Rútan lagði af stað frá Norðlingaholti til Bókabæjanna austanfjalls. 17:40 Þorlákshöfn - Árný Leifsdóttir tók á móti hópnum og sagði frá Lestrarfélagi Ölfuss.
18:30 Eyrarbakki – Elín kynnti og sýndi Konubókastofuna á Eyrarbakka.
19:10 Selfoss - Sigrún Farcher kynnti litla bókahornið í andyri Hótels Selfoss.
19:30 Selfoss -Bókakaffið á Selfossi heimsótt. Bjarni Harðarson tók á móti hópnum og sagði órfá orð. Hann sýndi fornbókabúðina sína og bókageymslurnar heima hjá sér.
20:20 Hveragerði- Hlíf Sigríður Arndal tók á móti hópnum í Bókasafni Hveragerðis og sagði frá listgreinafélaginu og skáldagötunni.
Gestirnir gæddu sér á pizzum frá Hoffmannssetrinu í Hveragerði sem pantaðar höfðu verið á bókasafnið og ekki var annað að sjá en að ferðin hefði heppnast vel.
Við þökkum Upplýsingu kærlega fyrir komuna og vonum að ferðin heim hafi gengið vel.


