top of page

Af hverju þarf ég að lesa?


Málþing Bókabæjanna austanfjalls - Af hverju þarf ég að lesa?

Verður haldið fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Dagskrá

17:30 - Gylfi Jón Gylfason: Læsisátak stjórnvalda

17:50 - Margrét Tryggvadóttir: Skipta barnabækur máli?

18:10 - Gerður Kristný: „Bækur breyta heiminum“.

18:30 - Hlé -

19: 00 - Lára Aðalsteinsdóttir: „Komdu með á hugarflug“.

19:20 - Andri Snær Magnason:

19: 40 - Spurningar úr sal.

20:00 - Dagskrárlok

Bókabæirnir austanfjalls vilja auka hróður barnabókarinnar og vekja athygli á mikilvægi barnabóka í eflingu læsis. Því munu þeir standa fyrir málþinginu „Af hverju þarf ég að lesa?“ sem er sjálfstætt framhald Barnabókahátíðar Bókabæjanna austanfjalls sem haldin var í í Bókabæjunum austanfjalls 18. og 19. september 2015. Inntak málþings er barnabókmenntir og læsi - hlutverk barnabókarinnar í eflingu læsis. Spurningunum „af hverju erum við að þessu?“ og „af hverju þurfa börn að lesa?“ verður svarað frá hinum ýmsu sjónarhornum.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page