top of page

Upplestur í Sunnlenska bókakaffinu

Formaður Rithöfundasambandsins fer fyrir fríðum hópi rithöfunda

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands fer fyrir fríðum hópi rithöfunda sem mæta í Bókakaffinu fimmtudagskvöldið 3. desember.

Húsið verður opnað klukkan átta og lestur hefst að vanda klukkan hálf níu. Kakó og kaffi á tilboði, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin er sem hér segir:

Guðmundur Brynjólfsson: Líkvaka.

Guðrún Guðlaugsdóttir: Blaðamaður deyr.

Guðrún Sæmundsen: Hann kallar á mig.

Hermann Stefánsson: Leiðin út í heim.

Jóna Guðbjörg Torfadóttir: Ævintýragarðurinn.

Kristín Helga Gunnarsdóttir: Litlar byltingar.

Páll Benediktsson: Loftklukkan.

Myndatextar sem notast eftir því sem pláss er:

Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður RSÍ og höfundur bókarinnar Litlar byltingar þar sem sögð eru sögubrot af tíu konum sem dreymir um betri daga.

Meðal bóka sem kynntar verða á fimmtudagskvöldið eru Leiðin út í heim, Loftklukkan og Líkvaka sem allar hafa hlotið góða dóma og vakið verðskuldaða athygli.

Ævintýragarðurinn er áhugaverð barnasaga þar sem saman koma íslenskur nútíma veruleiki og ævintýraheimur með nornum, ófreskjum og risum.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page