top of page

Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls 7. apríl kl. 18:00 í Listasafni Árnesinga Hveragerði

Skemmtilegur samstarfsvettvangur og spennandi verkefni framundan

Bókabæirnir Austanfjalls efna til aðalfundar fimmtudaginn 7. apríl klukkan 18:00 í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Dagskrárliðir á aðalfundinum eru auk hefðbundinna dagskrárliða, kynning á ýmsum verkefnum sem stefnt er að því að vinna að á árinu. Unnið verður að því að taka saman gögn með upplýsingum um staði sem tengjast bókmenntum á einn eða annan hátt, bækur á vegum bókabæjanna verða sýnilegri og ýmis verkefni verða tengd við bæjarhátíðir á svæðinu.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta á aðalfundinn og jafnvel að gefa kost á sér í stjórn.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page