Bókamarkaður Bókabæjanna austanfjalls. Sjálfboðaliðar óskast!

June 23, 2016

 

Bókabæirnir austanfjalls og Bókakaffið á Selfossi efna í sumar til bókamarkaðar í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Sambærilegur markaður var í Hveragerði í fyrra og vonir standa til að seinna meir megi halda sambærilega markaði í öllum kauptúnum Bókabæjanna sem ná yfir lágsveitir Árnessýslu.

Reiknað er með að markaðurinn taki til starfa fljótlega uppúr mánaðamótum og starfi fram í ágústmánuð. Af þessu tilefni er boðað til fundar með væntanlegum sjálfboðaliðum í Leikhúsinu kl. 20 mánudagskvöldið 29. júní. Þar verður farið yfir verkefnið og deilt út störfum til þeirra sem áhuga hafa.

Fjölmargir lögðu hönd á plóginn við verkefnið í fyrra og það er von aðstandenda að sama starfsgleðin einkenni starfið í ár.

(Undirbúningsnefndin)

Please reload

Tíu vinsælustu titlarnir í Bóksafni Árborgar árið 2014

May 15, 2015

1/10
Please reload

Merkimiðar

© Bókabæirnir austanfjalls - Sími: 85 85 810 - bokaustanfjalls@gmail.com