top of page

Bókamarkaður Bókasafnsins í Hveragerði


Mynd frá bókamarkaði 2014

Bókasafnið í Hveragerði heldur sinn árlega bókamarkað um þessar mundir, en hann hófst á Blómstrandi dögum. Hveragerði er einn af Bókabæjunum austanfjalls og því er markaðurinn einnig undir þeirra merki.

Á bókamarkaðnum kennir ýmissa grasa. Þar eru bækur, íslenskar og erlendar, litlar og stórar, innbundnar og óbundnar, skáldsögur, ævisögur, ljóð, allskonar fræðibækur og svo óvenju mikið af barnabókum. Tímarit, gömul og nýleg má einnig finna, svo og myndbandsspólur og einstaka hljóðbók. Allt er þetta að sjálfsögðu á mjög góðu verði og daglega bætilst „nýtt“ efni á borðin svo það er um að gera að skoða hvort einmitt það sem leitað er að er ekki að finna á markaðnum.

Síðasti dagur bókamarkaðarins verður 8. september. Sá dagur er jafnframt Bókasafnadagurinn, dagur til að vekja athygli á bókasöfnum og verður þá ýmislegt gert til gagns og gamans fyrir starfsfólk og gesti safnsins.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page