top of page

Velkomin í Rauða húsið á Eyrarbakka

data:image/gif;base6,R0lGODlhAQABAPABAP///wAAACH5BAEKAAAALAAAAAABAAEAAAICRAEAOw==

Fimmtudagskvöldið 22. september boða Bókabæirnir austanfjalls til opins fundar í Rauða húsinu á Eyrarbakka (kjallara). Á dagskrá fundarins er kynning Hrannar Sigurðardóttur á tveimur stærstu verkefnum haustsins sem eru barnabókahátíð í Hveragerði í október og krimmakvöld í Flóanum í nóvember ásamt frásögn Dorothee Lubecki í máli og myndum af ferð sinni til Sviss á þing IOB (alþjóðlegra samtaka bókabæja) sem fulltrúi Bókabæjanna austanfjalls.



Skipulagning barnabókahátíðar og krimmakvölds er komin í fullan gang í höndum Hrannar. Hafi einhver sem þetta les áhuga á að vera með í skipulagningu eða framkvæmd verkefnanna er upplagt fyrir viðkomandi að mæta á fundinn – eða hafa samband við Hrönn (hronnsig@arborg.is).

Myndir frá Barnabókahátíð á Selfossi haustið 2015

Bókabæirnir eru Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri), Hveragerði, Sveitarfélagið Ölfus og Flóahreppur og styrkja sveitarfélögin starfsemi félagsins.

Markmið Bókabæjanna austanfjalls er að gera bókum hátt undir höfði á ýmsan hátt, m.a. með því að vekja athygli á bókum og bóklestri og finna gömlum, notuðum bókum nýjan farveg. Upplýsingar um félagið má finna á www.bokabaeir.is og á Facebook.

Fundurinn hefst kl. 20 og er reiknað með að hann taki um eina klukkustund. Allir eru hjartanlega velkomnir til að forvitnast, fylgjast með eða taka þátt í þessum skemmtilegu verkefnum.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page