top of page

Allir lesa!

Lestur gerir lífið skemmtilegra!

Bókabæirnir austanfjalls skora á íbúa og aðra áhangendur bókabæjanna að taka þátt í lestrarátakinu Allir lesa.

Allir lesa - landsleikur í lestri, gengur út á að skrá lestur á einfaldan hátt og halda þannig eigin lestrardagbók. Í ár blásum við til hins æsispennandi landsleiks frá bóndadegi 22. janúar, til konudags 21. febrúar 2016. Keppt er í liðum og mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum.

Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

Í dag, 26. janúar er Sveitarfélagið Ölfus strax komið í annað sæti, en Sveitarfélagið Árborg er í 19. og Hveragerði í 21. sæti. Hvergerðingar og Árborgarbúar þurfa aldeilis að taka sig á. En hvar sem við nú lendum í röðinni er alltaf gott og gagnlegt að lesa, hvort sem er fyrir okkur sjálf eða börnin okkar, og svo sannarlega gerir lestur lífið skemmtilegra.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page