Hér eru lestrarhestarnir sem komu í viðtal á Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls 22. október.
Á Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls 22. október 2016 sem haldin var í Grunnskólanum í Hveragerði voru nokkrir lestrarhestar teknir tali. Hér á eftir fara svör þeirra við spurningum okkar:
Nafn og aldur?
Alfreð, 7 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Fótboltabækur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Bókin um Christiano Ronaldo.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Því hann er góður í fótbolta og ég æfi fótbolta.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Með mömmu og pabba.
Nafn og aldur?
Anja, 5 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Mér finnst skemmtilegast að láta lesa fyrir mig bækur sem eru skemmtilegar og glaðlegar.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Snuðra og Tuðra.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Af því að stundum lenda þær í vandræðum og svo kemur einhver og bjargar þeim.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Mér finnst skemmtilegast að láta lesa fyrir mig.
Nafn og aldur?
Bjartur, 7 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Heyrðu Jónsi.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Heyrðu Jónsi.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Af því bara.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Einn.
Nafn og aldur?
Borgúlfur Karl, 8 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Fótboltabækur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Bókin um Ronaldo.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Af því hann er góður.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Einn.
Nafn og aldur?
Elma, 6 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Skemmtilegar bækur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Ævintýrabókin.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Af því það eru svo mörg ævintýri.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Með mömmu og pabba og kannski nokkrum sinnum ein.
Nafn og aldur?
Eydís Lilja, 10 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Sögur sem eru spennandi og ævintýrasögur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Á bak við múrana.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Hún er ævintýraleg og spennandi.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Ein, því þá get ég hugsað meira um bækurnar.
Nafn og aldur?
Flórentína Jóhanna, 12 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Dagbækur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Það er erfitt að segja- það breytist svo fljótt. Dagbækur Svans eru í uppáháldi núna.
Af hverju eru þær skemmtilegastar?
Af því það gerast skrítnir hlutir í þeim og þær eru fyndnar.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Ein.
Nafn og aldur?
Heiðar Þór, 9 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Ævintýrabækur og Syrpur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Báðar bækurnar eftir Ævar Vísindamann,
Risaeðlur í Reykjavík og Vélmennaárásin.
Af hverju eru þær skemmtilegastar?
Af því þær eru spennandi og ég get lesið þær.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Einn á kvöldin en á daginn með mömmu og pabba.
Nafn og aldur?
Ingimar, 8 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Fótboltabækur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Bókin um Messi
Af hverju er hún skemmtilegust?
Því hann er góður í fótbolta.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Einn.
Nafn og aldur?
Jóhanna, 12 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Syrpur og bækur eftir Astrid Lindgren.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Sögur og ævintýri (Astrid Lindgren safn) og
Tommi Teits.
Af hverju eru þær skemmtilegastar?
Af því söguþráðurinn er skemmtilegur og Astrid Lindgren er frá Svíþjóð og ég elska Svíþjóð.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Ein, því þá getur maður lesið hraðar.
Nafn og aldur?
Jóhannes, 7 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Ævintýri.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Fótboltabók um Ronaldo.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Því hann er góður fótboltamaður og ég hef áhuga á fótbolta.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Mér finnst skemmtilegra að lesa með mömmu og pabba.
Nafn og aldur?
Jökull, 7 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Fótboltabækur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Bókin um Messi.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Af því ég hef áhuga á fótbolta.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Einn.
Nafn og aldur?
Ólafur Unnar, 9 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa?
Andrés Önd.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Strumparnir.
Af hverju er hún skemmtilegust?
Því bókin er skemmtileg.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa ein/n eða með öðrum?
Lesa einn.