top of page

Krimmakvöld í Flóa


Bókabæirnir austanfjalls bjóða til Krimmakvölds í Flóa á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember nk. í Þingborg í Flóahreppi.

Krimmakvöldið hefst klukkan 18:00 með því að Katrín Jakobsdóttir flytur erindi um íslenskar glæpasögur. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands mun síðan segja okkur frá því hvernig sakamálasögur líta út frá sjónarhóli afbrotafræðinnar og hann mun meðal annars koma inn á hugmyndafræði afbrotafræðinnar um staðlað útlit glæpamanna.

Við fáum tvo glæpasagnahöfunda í heimsókn. Árni Þórarinsson segir okkur frá bók sinni 13 dagar og les upp úr bókinni og Sólveig Pálsdóttir segir frá persónusköpun í bókum sínum, sögusviði og áherslum, les úr bók sinni Flekklaus og nýrri bók sem hún er að skrifa. Loks mun Ásmundur Helgason frá Útgáfufyrirtækinu Drápa kynna lauslega þær tvær bækur sem út hafa komið hjá forlaginu, segja frá því hvernig fyrsta bókin til að gefa út hjá nýju forlagi er fundin ásamt því að kynna fyrir okkur nýja seríu sem kemur út hjá þeim snemma á næsta ári.

Í hléinu, um klukkan 19:00, munu Bókabæirnir austanfjalls bjóða upp á brauð og Glæpasögusúpu sveitamannsins ásamt kaffi og tei.

Enginn aðgangseyrir og allir eru hjartanlega velkomnir.

Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.


Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page