top of page

Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls

Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls 2018 verður haldinn í Listasafni Árnesinga, Hveragerði, fimmtudaginn 12. apríl og hefst hann kl. 17:00.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar lögð fram. 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 4. Lagabreytingar. 5. Ákvörðun félagsgjalds. 6. Kosning stjórnar. 7. Verkefni framundan. 8. Önnur mál.

Í fundarhléi verður boðið upp á hressingu.

Í lok fundarins flytur Harpa Rún Kristjánsdóttir erindi sem hún kallar „En þá missir mannskepnan völdin“ og vakti mikla athygli á Hugvísindaþingi fyrir skemmstu.

Allir eru velkomnir á fundinn. Gestir, sem ekki eru nú þegar félagsmenn, eru hvattir til að ganga til liðs við Bókabæina.

Stjórn Bókabæjanna austanfjalls bokaustanfjalls@gmail.com

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page