top of page

Bókmenntaganga á Selfossi


Í tengslum við hátíðina Vor í Árborg standa Bókabæirnir austanfjalls fyrir bókmenntagöngu undir yfirskriftinni

Selfysskar bókmenntir - olnbogabarn íslenskrar bókmenntasögu.

Selfoss telst ekki til mestu bókmenntabæja Íslands, allavegana ekki þegar miðað er við nágrannabæi og hefðarveldi bókmenntakerfisins sem neitar að gefa þessu plássi hnakka, sveitaballa og bílamenningar nokkurn gaum. Í þessum einkennum bæjarins felst samt fögur bókmenntafræði sem er vert að líta á. Gunnlaugur Bjarnason, fjölfræðingur, mun þann 18. apríl bjóða öllum sem vilja í bókmenntagöngu um Selfoss til að fræðast um allar þær bókmenntir sem tengjast Selfossi með einum eða öðrum hætti. Gunnlaugur mun tæpa á hinum ýmsustu málum eins og dægurlagatextum, uppvaxtarsögum, glæpasögum og ljóðum um Ölfusá, svo eitthvað sé nefnt og reyna að staðsetja Selfoss í íslensku bókmenntakerfi. Gangan hefst klukkan 17:00 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 18:30. Lagt verður af stað frá Bókasafni Árborgar á Selfossi. Allir velkomnir, menn og dýr. Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page