top of page
Search

Bókmenntaveisla á Haustgildi '25

Haustgildi uppskeruhátíð var haldin að venju fyrstu helgina í september á Stokkseyri. Bókabæirnir austanfjalls hafa stutt bókmenntaviðburði á hátíðinni og gert að sinni bókmenntahátíð.

Það voru sjö höfundar sem komu og lásu upp að þessu sinni; Vala Hauksdóttir, Maó Alheimsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Brynja Hjálmsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Gunnar Randversson og Sandra B. Clausen. Sköpuðust síðan góðar umræður um bækur og bókmenntir eftir lestur höfundanna og var það mjög gaman.


Megin bókmennta viðburður á Haustgildi var dagskrá tileinkuð Ísaki Harðarsyni og ljóðabókinni hans Stokkseyri. Þórður Sævar Jónsson frá Ísaksvinafélaginu kom og fór yfir höfundarverk Ísaks og áhrif og las upp nokkur ljóð úr bókinni. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld fjallaði um tilurð tónverks sem hann gerði uppúr bókinni og fjallaði um hvernig það kom til. Að lokum fluttu Agnar Már Magnússon, Daniel Ramirez og Svanlaug Jóhannsdóttir nokkur lög úr tónverkinu.


Tónlistaratriði voru líka hluti af Haustgildi en í ár komu fram hljómsveitirnar Synthea Starlight og SiGRÚN á laugardeginum og sunnudeginum á Brimrót. Aðal tónlistaratriði voru svo hjónin Ingibjörg Elsa Turchi og Hróðmar Sigurðsson ásamt Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur sem buðu uppá ógleymanlega tónleika í Stokkseyrarkirkju á laugardagskvöldinu. Galleríin Svartiklettur, Heba keramík, Gimli og Gussi gallerí á Stokkseyri höfðu líka opið fyrir gesti og gangandi


 
 
 

Comments


Stjórn Bókabæjanna austanfjalls

Pétur Már Guðmundsson - formaður

Jónína Sigurjónsdóttir

Svanhvít Hermannsdóttir

Vala Hauksdóttir

Bjarni Harðarson

Við sem stöndum að Bókabæjunum austanfjalls erum alls konar fólk á öllum aldri. Við eigum það sameiginlegt að vilja efla bókamenningu á Suðurlandi með fjölbreyttum viðburðum, umfjöllunum og uppákomum. Hafðu samband ef þú ert með hugmynd, eða vilt taka þátt í starfinu. Við tökum öllum fagnandi.

bottom of page