top of page
Search

HAUSTGILDI 2025

Engin venjuleg bæjarhátíð!


Menningarhátíðin Haustgildi er haldin fyrstu helgina í september ár hvert.  Þá standa listagallerí þorpsins galopin fyrir gestum og gangandi, rithöfundar lesa úr bókum sínum og sérvaldir tónlistarmenn flytja óvenjulega og heillandi tóna. Hér verða engir hoppukastalar, heldur yfirveguð stemning með listir og menningu í fyrirrúmi.


Hápunktur helgarinnar - Ísaks minni - fer fram klukkan 15:00 í
Hápunktur helgarinnar - Ísaks minni - fer fram klukkan 15:00 í

Opnar vinnustofur og listagallerí

Stokkseyri státar af einstaklega mörgum galleríum og listvinnustofum miðað við höfðatölu! Báða dagana verða galleríin Svartiklettur, Gussi Gallerí, Gimli gallerí og Heba Keramík opin frá klukkan 13:00. Þar gefst gestum kostur á að hitta listafólk, skoða verk og jafnvel festa kaup á einstökum listmunum.


Bókmenntir í Brimrót

Það sem gefur Haustgildi sérstöðu er áherslan á bókmenntir og skáldskap, enda er hátíðin haldin í nánu samstarfi við Bókabæina Austanfjalls. Á laugardeginum kl. 13:00 verður upplestur með Völu Hauksdóttur og Maó Alheimsdóttur, og á sunnudeginum tökum við á móti Guðrúnu Hannesdóttur og Brynju Hjálmtýsdóttur klukkan 13:00. Eiríkur Örn Norðdahl, Sandra B. Clausen og Gunnar Randversson munu svo troða upp klukkan 15:00 á sama stað.


Ísaks Minni – Hápunktur helgarinnar

Hápunktur hátíðarinnar er án efa Ísaks Minni, þar sem skáldsins Ísaks Harðarsonar verður minnst. Þórður Sævar Jónsson fjallar um höfundarverk Ísaks og þá verður sérstaklega fjallað um ljóðabókina Stokkseyri en Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson leiðir okkur í gegnum tónverk sem byggir á bókinni. Agnar Már Magnússon, Daníel Ramirez og Svanlaug Jóhannsdóttir leika á hljóðfæri. Viðburðurinn fer fram í Stokkseyrarkirkju


Legðu bílnum og taktu röltið - það er frítt að leggja.
Legðu bílnum og taktu röltið - það er frítt að leggja.


Tónarnir taka yfirhöndina

Ef dagarnir einkennast af myndlist og bókmenntum þá má með sanni segja að tónlistin taki yfir á kvöldin.

  • Synthea Starlight á Brimrót – Laugardag kl. 17:00

  • Kvöldtónleikar með Ingibjörgu Elsu Turchi, Hróðmari Sigurðssyni og Sólrúnu Mjöll – Laugardag kl. 20:00 Kaupa miða á tix.is

  • SiGrún lokar hátíðinni með tónleikum á sunnudag kl. 17:00 á Brimrót


Markaður og stemning

Ekki má gleyma markaðinum á Draugabarnum, sem opnar bæði laugardag og sunnudag kl. 13:00. Þar má finna handverk, veitingar og margt fleira.

Dagskrá og frekari upplýsingar á haustgildi.is eða á facebook síðu haustgildis.


ree


 
 
 

Comments


Stjórn Bókabæjanna austanfjalls

Pétur Már Guðmundsson - formaður

Jónína Sigurjónsdóttir

Svanhvít Hermannsdóttir

Vala Hauksdóttir

Bjarni Harðarson

Við sem stöndum að Bókabæjunum austanfjalls erum alls konar fólk á öllum aldri. Við eigum það sameiginlegt að vilja efla bókamenningu á Suðurlandi með fjölbreyttum viðburðum, umfjöllunum og uppákomum. Hafðu samband ef þú ert með hugmynd, eða vilt taka þátt í starfinu. Við tökum öllum fagnandi.

bottom of page