top of page
Afþreying
Bókabæirnir bjóða uppá fjölbreytta og mismunandi afþreyingu. Útivist og menningartengd ferðaþjónusta er í hávegum höfð.
Fjöldamörg söfn eru á svæðinu og unnið er að því að merkja "bókaleiðir" um bæina þar sem hægt er að fara í fótspor sögupersóna og skálda á svæðinu.
Útivistarsvæðin eru fjöldamörg og fjölbreytt og sjón er sögu ríkari. Sveitarfélögin þrjú halda úti góðum heimasíðum þar sem veittar eru upplýsingar um hvað er í boði á hverjum stað.
bottom of page