top of page

Hugmyndabankinn

Skemmtileg hugmynd sem allir geta framkvæmt.

Svona steinabækur þola íslenskt veður og geta skreytt tröppurnar eða garðinn hjá íbúum Bókabæjanna.

Hér birtum við allar þær hugmyndir sem við fáum sendar inn.

 - Hvetja fyrirtæki og stofnanir á svæðinu til að gera bækur sýnilegar og vera með viðburði tengda bókabæjunum. Tónleika, upplestur, höfundakynningar, listsýningar og gjörninga

- Vera með bókaskápa og/eða texta á ólíklegustu stöðum, svo sem verkstæðum, verslunum, sjoppum, veitingastöðum og rakarastofum

- Vera í samstarfi við menntastofnanir. Fá börn og unglinga til að taka þátt í uppákomum á vegum bókabæjanna, að fá þau til að semja, að birta eftir þau verk, að fá þau til að skipuleggja uppákomur og standa við bakið á þeim, að hvetja til lesturs . Fá t.d. ungmennaráð og framhaldsskóla til liðs við okkur til að búa til aðlaðandi dagskrá fyrir börn og unglinga.

-Að safna bókum sem fólk vill losna við og finna not fyrir þær.

-Að kortleggja svæðið og setja þar inn staði þar sem sögur/bókmenntaverk hafa gerst, þar sem höfundar hafa fæðst og búið og fleira.

-Að skipuleggja styttri og lengri ferðir um svæðið og kynna það með bókmenntir og sögur í huga. Jafnvel í samvinnu við háskóladeildir og ferðaþjónustuaðila.

-Leiðsögn um svæðið á slóðir íslenskra skálda og sögusviða.-Barna- og unglingaráðstefna/hátíð; listasmiðja, höfundaheimsóknir, umræður, höfundasmiðja.

-Taka þátt í dagskrá sem fyrir er, s.s. safnahelgi, bæjarhátíðum og þess háttar (þeim dögum og helgum sem fyrir eru. T.d. safnahelgi).

-Setja bókasteina við valda staði, skáldverkin sem þar hafa verið rituð, bæta svo við eftir þörfum.

-Draga fram sérkenni hvers staðar.

-Leikgera sögur í samvinnu við leikfélögin.

-Kynna verkefnið, og fá bókabæjarhillur sem víðast.

-Ljóð/textar við sundlaugar og fleiri staði.

-Bókabekkir með textabrotum.

-Verkstæði með sögulegu ívafi. Samvinna við Byggðasafn. Þar væri hægt að sjá hvernig prentverk var unnið og hægt að prufa. Pappírsgerð, prentun, bókband, útlitshönnun.

-Upplýsingastaurar með appi um svæðið. Hægt að vinna ratleiki og fleira út frá þeim.

-Hvetja til bókamerkjagerðar og halda sýningu á árlegri barnabókahátíð

 

Ertu með hugmynd?!

 
Ekki hika við að hafa samband ef þú veist um atburð, langar að koma fram eða vilt benda á efnilegt skáld.
Við tökum öllum ábendingum fagnandi!

Your details were sent successfully!

bottom of page