

Vinnuhópur kortlagningarinnar fer af stað
Fyrsti fundurinn með vinnuhópnum sem skráði sig í Kortlagningu og skrásetningu bókamennta í Bókabæjunum austanfjalls, verður haldinn í Bókasafninu í Hveragerði, mánudaginn 30. mars, kl. 18:00. Þá er ætlunin að koma saman, spjalla og kasta hugmyndum á milli varðandi verkefnið. Ljóst er að viðamikið verkefni er framundan enda stórt bókmenntasvæði sem um ræðir. Þeir sem skráðu sig í verkefnið fengu tölvupóst sendan en að sjálfsögðu eru allir velkomnir sem vilja kynna sér verkefn


Bókin um risastóru peruna skemmtilegust
Patrekur Kári Friðriksson er hress strákur sem er í þriðja bekk í Vallarskóla á Selfossi. Hann verður níu ára í júní og hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Patrekur var orðinn fluglæs sex ára gamall og hefur alltaf verið mikill lestrarhestur. Hann er áskrifandi af Andrésblaðinu sem hann fær í hverri viku og það klárar hann að lesa á mettíma. Þegar Patrekur er spurður hvaða bók hann sé að lesa spyr hann á móti hvort það megi ekki örugglega vera bók sem hann er að lesa í skólanum.


Sýningin „Þetta vilja börnin sjá“ á Bókasafninu í Hveragerði
Þessa dagana er verið að setja upp sýninguna „Þetta vilja börnin sjá“ á Bókasafninu í Hveragerði. Sýningin opnar á föstudagsmorgun og hefur 4. bekk Grunnskólans í Hveragerði verið boðið að opna sýninguna. „Þetta vilja börnin sjá“ er sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2014. Á sýningunni kemur vel fram sú fjölbreytni sem er í íslenskri barnabókaútgáfu. Sýningin er farandsýning og hefur hangið uppi í Gerðubergi síðustu vikur, en fer nú á flakk u


Velheppnuð Hátíðardagskrá Konubókastofunnar á Eyrarbakka
Sunnudaginn 22. mars var haldin Hátíðardagskrá Konubókastofunnar í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Var dagskráin haldin í tilefni af því að á árinu eru 100 ár síðan konur fengu kosningarétt. Fallegt vorveður yljaði gestum og gangandi og var það vel við hæfi þar sem dagskráin var falleg, ljúf, fræðandi en líka kröftug og spennandi. Margar mætar konur komu fram en það voru Hildur Hákonardóttir, Auður Styrkársdóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir


Vinnuhóparnir í Bókabæjunum austanfjalls fara af stað
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að vinnuhóparnir eru senn að fara af stað en Bókabæirnir austanfjalls hafa sent út fyrsta fundarboðið til þeirra sem skráðu sig í vinnuhóp til undirbúnings Barnabókmenntahátíðarinnar. En fyrirhugað er að halda hátíðina í upphafi skólaárs 2015. Þeir sem skráðu sig í vinnuhópinn fyrir Barnabókahátíðina ættu því að hafa fengið sendan tölvupóst þar sem fram koma upplýsingar um fundinn, en hann verður haldinn á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshö


Bænabókin alltaf á náttborðinu
Ásdís Pálsdóttir er mikill lestrarhestur og hefur verið alla tíð. Ásdís er ættuð af Suðurlandi þó hún hafi alist upp í Austur- Húnavatnssýslu, en móðir hennar, Sigríður Guðnadóttir ólst upp að Hvammi í Holti. Ásdís er fastagestur á Bókasafninu á Selfossi og þegar hún er sótt heim er alltaf ný bók komin á náttborðið. Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er að lesa Náðarstund eftir Hönnuh Kent, en hana fékk ég í jólagjöf. Ég lánaði hana reyndar dóttur minni og var að fá hana aftur


Hátíðardagskrá Konubókastofunnar
Nóg er um að vera í Bókabæjunum austanfjalls en Konubókastofan mun standa fyrir sérstakri hátíðardagskrá í Rauða húsinu á Eyrarbakka, sunnudaginn 22.mars. milli kl. 14-16. Hátíðardagskráin er haldin af tilefni þess að á árinu verða 100 ár síðan konur fengu almennan kosningarétt. Margar mætar konur munu taka til máls og deila visku sinni og þekkingu. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Hildur Hákonardóttir og mun hún segja gestum frá hugleiðingum sínum um kvennabaráttuna. Auður


Lestrarhestur með ný lesgleraugu
Lestrarhestur vikunnar er Sigmundur Sigurgeirsson ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins sem er þessa dagana að lesa Inferno eftir Dan Brown. Eins og svo oft kýs Sigmundur að lesa enskar bækur en þessi ævintýralega saga er raunar til á íslensku líka. Hún kom út hjá Bjarti 2013 undir sama nafni, Inferno sem merkir hreinsunareldur eða helvíti. Hér er sagt frá táknfræði og margskonar baráttu söguhetjunnar við kaþólsku kirkjuna. Afar spennandi lesning. Aðspurður um jólabækurnar játa


Nýr starfsmaður
Ruth Ásdísardóttir, hefur nú verið ráðin í 50% starf til að sinna hinum ýmsum verkefnum fyrir Bókabæina austanfjalls. Ruth lauk B.A. námi í almennri bókmenntafræði árið 2007 og er að ljúka meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Ruth hefur komið víða við og hefur meðal annars starfað sem textahöfundur, markaðsfulltrúi, blaðamaður og auglýsingafulltrúi. Það eru spennandi tímar framundan hjá Bókabæjunum austanfjalls og mörg skemmtileg verkefni sem bíða. Flj