

Aðalfundur 9. desember 2015
Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls Haldinn í Bókasafni Árborgar (lestrarsal), miðvikudaginn 9. desember klukkan 17:30. Mætt voru: Hlíf Arndal, Rannveig Anna Jónsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Harpa Rún, Bjarni Harðarson, Hafdís Sigurjónsdóttir, Svanhvít Hermannsdóttir, Barbara Guðnadóttir, Greta Önundardóttir og Páll Halldórsson. Ávarp Bjarni ávarpaði fundinn. Hann líkti bókinni og bókamörkuðum á Íslandi við bleikan fíl og sagði bókamarkaði ekki á uppleið því þeir legðu áhersl


Ljóð, hrekkir og glæpir í Sunnlenska bókakaffinu fimmtudagskvöld
Glæpadrottningin Yrsa mætir í Bókakaffið á fimmtudagskvöld og þá verða þar líka
ljóðskáld, hrekkjalómur af Alþingi, lífs- og sálarspekúlantinn Gunnlaugur og
sagnaskáldið Bragi Ólafsson.
Að vanda er húsið opnað klukkan átta og upplestur sem tekur rétta klukkustund hefst klukkan hálfníu. Á eftir gefst tækifæri til skrafs og áritana á bækur höfunda sem seldar eru á tilboðsverði. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Höfundarnir sem mæta eru eftirtaldir:
Ásmundur Friðrikss


Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls
Vegna óveðurs var aðalfundinum sem halda átti í gær frestað. Nú freistum við þess að halda fundinn á morgun og þá hljómar tilkynningin svona: Aðalfundur Bókabæjanna austanfjalls 2015 verður haldinn í Bókasafni Árborgar (lestrarsal), miðvikudaginn 9. desember klukkan 17:30. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar lögð fram. 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 4. Lagabreytingar. 5. Ákvörðun félagsgjalds. 6. Kosning stjórnar. 7. Önnu
Aðalfundi frestað vegna veðurs
Heil og sæl. Í dag er óveðruspá sem veldur því að við sjáum okkur ekki annað fært en að fresta aðalfundi. Hann verður nánar auglýstur síðar. Kveðja Undirbúningsnefndin.


Upplestur í Sunnlenska bókakaffinu
Formaður Rithöfundasambandsins fer fyrir fríðum hópi rithöfunda Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands fer fyrir fríðum hópi rithöfunda sem mæta í Bókakaffinu fimmtudagskvöldið 3. desember. Húsið verður opnað klukkan átta og lestur hefst að vanda klukkan hálf níu. Kakó og kaffi á tilboði, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Dagskráin er sem hér segir: Guðmundur Brynjólfsson: Líkvaka. Guðrún Guðlaugsdóttir: Blaðamaður deyr. Guðrún Sæmun