
Bókamarkaður Bókabæjanna austanfjalls. Sjálfboðaliðar óskast!
Bókabæirnir austanfjalls og Bókakaffið á Selfossi efna í sumar til bókamarkaðar í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Sambærilegur markaður var í Hveragerði í fyrra og vonir standa til að seinna meir megi halda sambærilega markaði í öllum kauptúnum Bókabæjanna sem ná yfir lágsveitir Árnessýslu. Reiknað er með að markaðurinn taki til starfa fljótlega uppúr mánaðamótum og starfi fram í ágústmánuð. Af þessu tilefni er boðað til fundar með væntanlegum sjálfboðaliðum í Leikhúsinu kl
Bókabæirnir í Dagskránni
Bókabæirnir austanfjalls hafa nú fengið fastan dálk í Dagskránni þar sem kynntur verður lestrarhestur vikunnar hverju sinni í eins konar áskorunarleik. Þá gefst einnig tækfæri til að koma málum bókabæjanna á framfæri ef þannig ber undir. Við erum þakklát fyrir stuðning Dagskrárinnar við Bókabæina. Lestrarhestur síðustu viku var Harpa Rún : http://dfs.is/menning/9208-baekur-mee-fallegum-texta-og-gripandi-soegur Á eftir henni hafa komið fleiri lestrarhestar: Örlygur Karlsson: h

Ný útfærsla á lógóinu okkar
Bókabæirnir austanfjalls hafa nú tekið í notkun nýja útfærslu á lógóinu sínu. Nýja útfærslan finnst okkur bæði glaðleg og grípandi fyrir augað. Upphaflega tillögu að lógói átti Ingvar Guðmundsson á Hvolsvelli en Örn Guðnason útfærði og setti á tölvutækt form.