

Bókamarkaður Bókabæjanna austanfjalls á Selfossi í ár
Föstudaginn 8. júlí, verður opnaður bókamarkaður í Leikhúsinu við Sigtún með nýjum og notuðum bókum. Allar bækur verða þar á sama verði, 500 kr./stk. Fullt hús bóka og mörg hundruð titlar í boði. Bókakaffið og Bókabæirnir austanfjalls standa að markaðinum. Hér verður úrval bókmenntaverka, ævisagna, þjóðsagna, fræðirita og bóka um aðskiljanlegustu málefni. Í notuðu bókunum er yfirleitt ekki nema eitt eintak af hverjum titli og þá gildir hið fornkveðna að fyrstir koma, fyrstir