

Bókamarkaður Bókasafnsins í Hveragerði
Bókasafnið í Hveragerði heldur sinn árlega bókamarkað um þessar mundir, en hann hófst á Blómstrandi dögum. Hveragerði er einn af Bókabæjunum austanfjalls og því er markaðurinn einnig undir þeirra merki. Á bókamarkaðnum kennir ýmissa grasa. Þar eru bækur, íslenskar og erlendar, litlar og stórar, innbundnar og óbundnar, skáldsögur, ævisögur, ljóð, allskonar fræðibækur og svo óvenju mikið af barnabókum. Tímarit, gömul og nýleg má einnig finna, svo og myndbandsspólur og einstaka


Löggiltur heldri borgari fagnar æskuminningum
Guðmundur Óli Sigurgeirsson kennari mun árita og lesa úr bók sinni Við ána sem ekki var í Bókakaffinu á Selfossi næstkomandi laugardag frá klukkan 14-17. Sama dag fagnar höfundur 67 ára afmæli og þar með löggildingu sem heldri borgari. Bók Guðmundar sem kom úr prentun fyrr í máninum verður af þessu tilefni boðin á tilboðsverði eða fyrir krónur 3490 í stað 3990,- Í þessum æskuminningum höfundar af Bakkabæjum á Rangárvöllum segir eins og heitið ber með sér frá á sem ekki var le


Bókauppboð 6. ágúst 2016 kl. 14!
(Mynd frá bókauppboði á bókamarkaði Bókabæjanna austanfjalls í Hveragerði í fyrrasumar.) Uppboð á gömlum bókum verður haldið á Bókamarkaðinum í Leikhúsinu á Selfossi laugardaginn 6. ágúst kl. 14. Þar verða yfir 100 gripir boðnir upp á eldfjörugu uppboði undir stjórn Þorsteins Þorsteinssonar en bóksalinn Bjarni Harðarson kynnir uppboðsgripina. Greiðsla við hamarshögg. Við val á bókum til uppboðs er lögð áhersla á 20. aldar gripi sem margir eru að leita eftir en minna í boði af