

Krimmakvöld í Flóa
Bókabæirnir austanfjalls bjóða til Krimmakvölds í Flóa á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember nk. í Þingborg í Flóahreppi. Krimmakvöldið hefst klukkan 18:00 með því að Katrín Jakobsdóttir flytur erindi um íslenskar glæpasögur. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands mun síðan segja okkur frá því hvernig sakamálasögur líta út frá sjónarhóli afbrotafræðinnar og hann mun meðal annars koma inn á hugmyndafræði afbrotafræðinnar um staðlað útlit glæpamanna