

Kóngurinn er dáinn - lengi lifi bókabæirnir!
Richard Booth fæddist í litlu þorpi í Wales, Hay-on-Wye árið 1938. Atvinnuástand var bágborið þegar hann hafði lokið sínu háskólanámi í Oxford. Byggðavandalausnir frá teikniborði í London hittu aldrei í mark og honum sveið að sjá hversu mikið af ungu fólki var að flýja sína heimabyggð. Hann erfði miklar eignir eftir frænda sinn og stofnaði fornbókabúð í gömlu slökkvistöðinni. Hann tók með sér sterkustu mennina úr plássinu, sigldi til Ameríku og keypti upp fjölmörg bókasöfn se