

Margmála ljóðakvöld
Bókabæirnir Austanfjalls og Gullkistan á Laugarvatni bjóða til Margmála ljóðakvölds í samvinnu við Listasafn Árnesinga þriðjudaginn 21. mars næstkomandi en sá dagur er hvort tveggja í senn alþjóðlegur dagur ljóðsins og baráttudagur gegn rasisma. Dagskráin hefst klukkan 19.30 í kaffistofu safnsins og stendur til 21.30. Heiti hennar vísar til þess að ljóð verða flutt á mörgum tungumálum eða móðurmálum þeirra sem flytja en jafnframt fylgir íslensk þýðing eða endursögn á ensku. F
Bókabæirnir í Dagskránni
Bókabæirnir austanfjalls hafa nú fengið fastan dálk í Dagskránni þar sem kynntur verður lestrarhestur vikunnar hverju sinni í eins konar áskorunarleik. Þá gefst einnig tækfæri til að koma málum bókabæjanna á framfæri ef þannig ber undir. Við erum þakklát fyrir stuðning Dagskrárinnar við Bókabæina. Lestrarhestur síðustu viku var Harpa Rún : http://dfs.is/menning/9208-baekur-mee-fallegum-texta-og-gripandi-soegur Á eftir henni hafa komið fleiri lestrarhestar: Örlygur Karlsson: h


Lestrarhesturinn Sara Líf 12 ára
Sara Líf tók þátt í að vera lestrarhestur Barnabókahátíðarinnar 2015. Uppáhaldsbækurnar hennar heita „Dagbók í hreinskilni sagt“, „Af hverju ég?“ og „Í fullum trúnaði“. Þær eru allar í uppáhaldi því þær eru raunverulegar, fyndnar og spennandi. #Lestur #Barnabókahátíð #Barnabækur #Bækur #Hátíðir #Bók #Lestrarhestur


Lestrarhesturinn Þorkell 5 ára
Þorkell tók þátt í að vera lestrarhestur Barnabókahátíðarinnar 2015. Uppáhaldsbókin hans heitir „Turtles“ af því að hún er skemmtileg. #Lestur #Lestrarhestur #Barnabókahátíð #Barnabækur #Bók #Bækur #Hátíðir


Bókin um risastóru peruna skemmtilegust
Patrekur Kári Friðriksson er hress strákur sem er í þriðja bekk í Vallarskóla á Selfossi. Hann verður níu ára í júní og hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Patrekur var orðinn fluglæs sex ára gamall og hefur alltaf verið mikill lestrarhestur. Hann er áskrifandi af Andrésblaðinu sem hann fær í hverri viku og það klárar hann að lesa á mettíma. Þegar Patrekur er spurður hvaða bók hann sé að lesa spyr hann á móti hvort það megi ekki örugglega vera bók sem hann er að lesa í skólanum.


Hátíðardagskrá Konubókastofunnar
Nóg er um að vera í Bókabæjunum austanfjalls en Konubókastofan mun standa fyrir sérstakri hátíðardagskrá í Rauða húsinu á Eyrarbakka, sunnudaginn 22.mars. milli kl. 14-16. Hátíðardagskráin er haldin af tilefni þess að á árinu verða 100 ár síðan konur fengu almennan kosningarétt. Margar mætar konur munu taka til máls og deila visku sinni og þekkingu. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Hildur Hákonardóttir og mun hún segja gestum frá hugleiðingum sínum um kvennabaráttuna. Auður


Lestrarhestur með ný lesgleraugu
Lestrarhestur vikunnar er Sigmundur Sigurgeirsson ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins sem er þessa dagana að lesa Inferno eftir Dan Brown. Eins og svo oft kýs Sigmundur að lesa enskar bækur en þessi ævintýralega saga er raunar til á íslensku líka. Hún kom út hjá Bjarti 2013 undir sama nafni, Inferno sem merkir hreinsunareldur eða helvíti. Hér er sagt frá táknfræði og margskonar baráttu söguhetjunnar við kaþólsku kirkjuna. Afar spennandi lesning. Aðspurður um jólabækurnar játa


Bókahúsið í Grenigrund
Í Grenigrund er búið að setja upp bókahús. Hægt er að fá lánaða bók eða jafnvel að setja bók í kassann fyrir aðra til að lesa. #Lestur #Vinnuhópur