top of page

Lestrarhestur vikunnar

Lestrarhestur vikunnar er Már Ingólfur Másson.

Már er grunnskólakennari á Selfossi og fastagestur á bókasafninu á Selfossi og hefur verið frá barnæsku. Hann er líka hönnuður vefsíðunnar okkar og áhugamaður um bókabæi.

Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér núna?

Ég er venjulega með nokkrar bækur í einu opnar en eina sem ég einbeiti mér sérstaklega að. Núna er ég að lesa "Óvinafögnuð" eftir Einar Kárason. Ég datt í "Ofsa" um daginn og kolféll fyrir stílnum og sögunni, ákvað því að renna í gegnum Óvinafögnuð sem er ekki verri. Henni til halds og trausts er svo Skáld, Illska, ævisaga Steve Jobs og "Gamlinginn".

Besta bókin sem þú ert búinn að lesa í ár?

Alltaf erfitt að velja "bestu" bókina en Ofsi er ofarlega á blaði og svo las ég aftur Heimskir hvítir karlar eftir Michael Moore, þá hafði ég rosalega gaman af HHhH en ætli Ofsi sé ekki best, allavega var erfiðast að leggja hana frá mér.

mar.jpg

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page