top of page

Nýr starfsmaður

Ruth Ásdísardóttir, hefur nú verið ráðin í 50% starf til að sinna hinum ýmsum verkefnum fyrir Bókabæina austanfjalls.

Ruth lauk B.A. námi í almennri bókmenntafræði árið 2007 og er að ljúka meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Ruth hefur komið víða við og hefur meðal annars starfað sem textahöfundur, markaðsfulltrúi, blaðamaður og auglýsingafulltrúi.

Nýr Starfsmaður.jpg

Það eru spennandi tímar framundan hjá Bókabæjunum austanfjalls og mörg skemmtileg verkefni sem bíða. Fljótlega verður haft samband við félaga sem skráðu sig í verkefnavinnu í vetur og vinnuhópunum komið af stað. Við viljum endilega halda áfram að heyra frá ykkur og bendum á að það er alltaf hægt að senda okkur hugmyndir og annað áhugavert efni. Þeim mun fleiri sem taka þátt, þeim mun betra!

Auk þess hvetjum við að sjálfsögðu alla til að gerast félagar í Bókabæjunum austanfjalls en árgjaldið er einungis 2000 Kr. Hægt er að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á netfangið bokaustanfjalls@gmail.com

Athugið að við skráningu þarf þetta að koma fram: Fullt nafn, heimilisfang, kennitala, símanúmer og/eða tölvupóstfang.

Munið að við erum einnig á Facebook, Instagram og Twitter þar sem hægt er að fylgjast með okkur.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page