top of page

Bókalestur kærkomin hvíld frá amstri dagsins

Ólöf Helga Bergsdóttir er eigandi Snyrtistofu Ólafar á Selfossi og hefur rekið hana með góðum árangri síðastliðin 30 ár.

Ólöf er mikill lestrarhestur og er alltaf með góða bók að lesa á náttborðinu, enda segir hún að bókalestur rói sig og veiti sér nauðsynlegt frí frá amstri dagsins.

Ólöf hefur rekið Snyrtistofu Ólafar í þrjátíu ár

„Aðrir horfa kannski á bíómyndir til þess að slaka á huganum, en ég les. Maður hverfur alveg inn í annan heim sem er svo yndislegt,“ Segir Ólöf, enda alltaf nóg að gera á snyrtistofunni og því nauðsynlegt að ná góðri slökun við og við.

Núna er Ólöf að lesa Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og er mjög hrifin:

„Bókin er alveg frábær, textinn er óvenju fallegur og sagan full af hlýju“.

Aðspurð að því hvað sé besta bókin sem hún hefur lesið undanfarið er Ólöf fljót að svara því: „Skuggar Vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón“.

Merkimiðar
No tags yet.
bottom of page